Óli Valur um markið: „Var eiginlega ekki að hugsa neitt“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 18. júní 2024 22:15 Óli Valur skoraði ótrúlegt mark í kvöld. Vísir/Anton Brink Stjarnan vann góðan 4-2 sigur á FH á Samsung vellinum í kvöld. Leikurinn var var í nokkru jafnvægi framan af endaði á algjörri flugelda sýningu þar sem mörkunum var raðað inn. Óli Valur skoraði annað mark Stjörnunnar sem var eiginlegt sigurmark þegar lítið leit út fyrir að annað liðið næði að stela sigrinum í stöðunni 1-1. Markið var einkar glæsilegt og algjört einstaklingsframtak Óla. Hann lýsti markinu vel. „Ég vinn bara boltann neðarlega á vellinum og fæ bara flugbrautina. Síðan fer ég bara einn á einn á Dusan og set hann í fjær.“ sagði Óli Valur og bætti við. „Í augnablikinu var ég bara að keyra á hann. Var eigilega ekki að pæla neitt, viðurkenni það. Himmi (Hilmar Árni) var eigilega alveg brjálaður að ég gaf hann ekki á hann í 45 gráðurnar.“ Stjarnan var heilt yfir betra en FH komst yfir í fyrri hálfleik. Óli viðurkenndi að mark FH hafi verið gegn gangi leiksins. „Þeir voru aðeins yfir í byrjun en mér leið samt vel allan tímann. Við vorum klárlega með yfirhöndina þrátt fyrir að lenda undir í leiknum. Vorum mjög sterkir í dag og það skilaði vel.“ sagði Óli Valur og bætti við um frammistöðu liðsins. „Okkur leið bara það vel. Töluðum um það í hálfleik að við ættum að halda áfram að gera það sama, við vorum meira með boltann og að koma okkur í stöður til að skapa færi. Vorum að vinna boltann ofarlega og ná að keyra á þá. Var í raun tímaspursmál hvenær markið myndi detta.“ Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum í deild illa og þurftu því á sigri að halda til að komast á sigurbraut. Hvaða þýðingu hefur þetta? „Klárlega mjög góða. Manni líður vel þegar maður vinnur og þá byrjar þetta vonandi að rúlla.“ Að lokum spyrði blaðamaður Óla Val um hvað tæki við hjá Stjörnunni. „Ég bara get ekki sagt þér það“ svaraði Óli Valur í algjörri núvitund. Stjarnan mætir liði HK í næstu umferð næstkomandi laugardag og því stutt á milli stríða hjá Garðbæingum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Óli Valur skoraði annað mark Stjörnunnar sem var eiginlegt sigurmark þegar lítið leit út fyrir að annað liðið næði að stela sigrinum í stöðunni 1-1. Markið var einkar glæsilegt og algjört einstaklingsframtak Óla. Hann lýsti markinu vel. „Ég vinn bara boltann neðarlega á vellinum og fæ bara flugbrautina. Síðan fer ég bara einn á einn á Dusan og set hann í fjær.“ sagði Óli Valur og bætti við. „Í augnablikinu var ég bara að keyra á hann. Var eigilega ekki að pæla neitt, viðurkenni það. Himmi (Hilmar Árni) var eigilega alveg brjálaður að ég gaf hann ekki á hann í 45 gráðurnar.“ Stjarnan var heilt yfir betra en FH komst yfir í fyrri hálfleik. Óli viðurkenndi að mark FH hafi verið gegn gangi leiksins. „Þeir voru aðeins yfir í byrjun en mér leið samt vel allan tímann. Við vorum klárlega með yfirhöndina þrátt fyrir að lenda undir í leiknum. Vorum mjög sterkir í dag og það skilaði vel.“ sagði Óli Valur og bætti við um frammistöðu liðsins. „Okkur leið bara það vel. Töluðum um það í hálfleik að við ættum að halda áfram að gera það sama, við vorum meira með boltann og að koma okkur í stöður til að skapa færi. Vorum að vinna boltann ofarlega og ná að keyra á þá. Var í raun tímaspursmál hvenær markið myndi detta.“ Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum í deild illa og þurftu því á sigri að halda til að komast á sigurbraut. Hvaða þýðingu hefur þetta? „Klárlega mjög góða. Manni líður vel þegar maður vinnur og þá byrjar þetta vonandi að rúlla.“ Að lokum spyrði blaðamaður Óla Val um hvað tæki við hjá Stjörnunni. „Ég bara get ekki sagt þér það“ svaraði Óli Valur í algjörri núvitund. Stjarnan mætir liði HK í næstu umferð næstkomandi laugardag og því stutt á milli stríða hjá Garðbæingum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira