Óli Valur um markið: „Var eiginlega ekki að hugsa neitt“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 18. júní 2024 22:15 Óli Valur skoraði ótrúlegt mark í kvöld. Vísir/Anton Brink Stjarnan vann góðan 4-2 sigur á FH á Samsung vellinum í kvöld. Leikurinn var var í nokkru jafnvægi framan af endaði á algjörri flugelda sýningu þar sem mörkunum var raðað inn. Óli Valur skoraði annað mark Stjörnunnar sem var eiginlegt sigurmark þegar lítið leit út fyrir að annað liðið næði að stela sigrinum í stöðunni 1-1. Markið var einkar glæsilegt og algjört einstaklingsframtak Óla. Hann lýsti markinu vel. „Ég vinn bara boltann neðarlega á vellinum og fæ bara flugbrautina. Síðan fer ég bara einn á einn á Dusan og set hann í fjær.“ sagði Óli Valur og bætti við. „Í augnablikinu var ég bara að keyra á hann. Var eigilega ekki að pæla neitt, viðurkenni það. Himmi (Hilmar Árni) var eigilega alveg brjálaður að ég gaf hann ekki á hann í 45 gráðurnar.“ Stjarnan var heilt yfir betra en FH komst yfir í fyrri hálfleik. Óli viðurkenndi að mark FH hafi verið gegn gangi leiksins. „Þeir voru aðeins yfir í byrjun en mér leið samt vel allan tímann. Við vorum klárlega með yfirhöndina þrátt fyrir að lenda undir í leiknum. Vorum mjög sterkir í dag og það skilaði vel.“ sagði Óli Valur og bætti við um frammistöðu liðsins. „Okkur leið bara það vel. Töluðum um það í hálfleik að við ættum að halda áfram að gera það sama, við vorum meira með boltann og að koma okkur í stöður til að skapa færi. Vorum að vinna boltann ofarlega og ná að keyra á þá. Var í raun tímaspursmál hvenær markið myndi detta.“ Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum í deild illa og þurftu því á sigri að halda til að komast á sigurbraut. Hvaða þýðingu hefur þetta? „Klárlega mjög góða. Manni líður vel þegar maður vinnur og þá byrjar þetta vonandi að rúlla.“ Að lokum spyrði blaðamaður Óla Val um hvað tæki við hjá Stjörnunni. „Ég bara get ekki sagt þér það“ svaraði Óli Valur í algjörri núvitund. Stjarnan mætir liði HK í næstu umferð næstkomandi laugardag og því stutt á milli stríða hjá Garðbæingum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Óli Valur skoraði annað mark Stjörnunnar sem var eiginlegt sigurmark þegar lítið leit út fyrir að annað liðið næði að stela sigrinum í stöðunni 1-1. Markið var einkar glæsilegt og algjört einstaklingsframtak Óla. Hann lýsti markinu vel. „Ég vinn bara boltann neðarlega á vellinum og fæ bara flugbrautina. Síðan fer ég bara einn á einn á Dusan og set hann í fjær.“ sagði Óli Valur og bætti við. „Í augnablikinu var ég bara að keyra á hann. Var eigilega ekki að pæla neitt, viðurkenni það. Himmi (Hilmar Árni) var eigilega alveg brjálaður að ég gaf hann ekki á hann í 45 gráðurnar.“ Stjarnan var heilt yfir betra en FH komst yfir í fyrri hálfleik. Óli viðurkenndi að mark FH hafi verið gegn gangi leiksins. „Þeir voru aðeins yfir í byrjun en mér leið samt vel allan tímann. Við vorum klárlega með yfirhöndina þrátt fyrir að lenda undir í leiknum. Vorum mjög sterkir í dag og það skilaði vel.“ sagði Óli Valur og bætti við um frammistöðu liðsins. „Okkur leið bara það vel. Töluðum um það í hálfleik að við ættum að halda áfram að gera það sama, við vorum meira með boltann og að koma okkur í stöður til að skapa færi. Vorum að vinna boltann ofarlega og ná að keyra á þá. Var í raun tímaspursmál hvenær markið myndi detta.“ Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum í deild illa og þurftu því á sigri að halda til að komast á sigurbraut. Hvaða þýðingu hefur þetta? „Klárlega mjög góða. Manni líður vel þegar maður vinnur og þá byrjar þetta vonandi að rúlla.“ Að lokum spyrði blaðamaður Óla Val um hvað tæki við hjá Stjörnunni. „Ég bara get ekki sagt þér það“ svaraði Óli Valur í algjörri núvitund. Stjarnan mætir liði HK í næstu umferð næstkomandi laugardag og því stutt á milli stríða hjá Garðbæingum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira