Davíð segir Fylkismenn hafa beitt kynþáttaníði: „Rasísk ummæli í garð minna leikmanna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júní 2024 20:48 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, vildi ekki eiga nein frekari ummæli um málið. Vísir/Pawel Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sársvekktur eftir 3-2 tap gegn Fylki í kvöld. Niðurstaða leiksins átti hlut að máli en aðrir, verri hlutir vógu þyngra. Hann segir leikmenn Fylkis hafa beitt sína menn kynþáttaníði. „Virkilega svekkjandi en mér fannst samt lengst af í leiknum við vera við stjórn. Nema á þessum kafla sem við fáum á okkur þessi mörk. Þessi tvö mörk þarna sérstaklega sem við fáum á okkur með alltof stuttu millibili. Bara svekkjandi, gríðarlega.“ Rasísk ummæli í garð leikmanna Vestra Það er ýmislegt jákvætt sem Davíð gat séð í spilamennsku sinna manna en hann segir leikinn hafa litast af allt öðru. Rasísk ummæli í garð sinna leikmanna og ljót ummæli beind að honum sitja eftir. „Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með. Ummæli frá þjálfara Fylkis í minn garð sem eru ekki við hæfi í fótboltaleik. Það situr líka eftir.“ Davíð vildi ekki tjá sig mikið frekar um málið þegar blaðamaður innti hann eftir því. „Ég held að þeir sem eiga í hlut, þeir vita bara upp á sig sökina. Þeir sem vilja kafa dýpra í það verða bara að fara yfir hvað gerist hérna í leiknum, þegar allt sýður upp úr, milli hverja það er. Ég ætla ekki að eiga nein ummæli um það. Þjálfari Fylkis má reyndar eiga það að hann biður mig afsökunar, og ég tek því.“ Davíð fékk sjálfur gult spjald á 90. mínútu en það atvik var ótengt þessu. „Það er bara fyrir einhver köll hérna inn á völlinn sem eru fótboltatengd og mér fannst ég ekki gera meira af en andstæðingurinn. En ég virðist eiga langt í land með að vinna leik sem þessi dómari dæmir,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
„Virkilega svekkjandi en mér fannst samt lengst af í leiknum við vera við stjórn. Nema á þessum kafla sem við fáum á okkur þessi mörk. Þessi tvö mörk þarna sérstaklega sem við fáum á okkur með alltof stuttu millibili. Bara svekkjandi, gríðarlega.“ Rasísk ummæli í garð leikmanna Vestra Það er ýmislegt jákvætt sem Davíð gat séð í spilamennsku sinna manna en hann segir leikinn hafa litast af allt öðru. Rasísk ummæli í garð sinna leikmanna og ljót ummæli beind að honum sitja eftir. „Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með. Ummæli frá þjálfara Fylkis í minn garð sem eru ekki við hæfi í fótboltaleik. Það situr líka eftir.“ Davíð vildi ekki tjá sig mikið frekar um málið þegar blaðamaður innti hann eftir því. „Ég held að þeir sem eiga í hlut, þeir vita bara upp á sig sökina. Þeir sem vilja kafa dýpra í það verða bara að fara yfir hvað gerist hérna í leiknum, þegar allt sýður upp úr, milli hverja það er. Ég ætla ekki að eiga nein ummæli um það. Þjálfari Fylkis má reyndar eiga það að hann biður mig afsökunar, og ég tek því.“ Davíð fékk sjálfur gult spjald á 90. mínútu en það atvik var ótengt þessu. „Það er bara fyrir einhver köll hérna inn á völlinn sem eru fótboltatengd og mér fannst ég ekki gera meira af en andstæðingurinn. En ég virðist eiga langt í land með að vinna leik sem þessi dómari dæmir,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira