Margrét Lára: Breiðablik með öflugasta liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 14:00 Blikakonur fagna hér sigri á Val í toppslagnum á dögunum. Vísir/Hari Blikakonur eru með fullt hús á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir átta sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Bestu mörkin ræddu Blikaliðið og þá sérstaklega breiddina hjá sóknarmönnum liðsins. „Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
„Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira