Stjórnarformaður Liverpool staðráðinn í að spila leiki utan Englands Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. júní 2024 08:01 Tom Werner er stjórnarformaður Liverpool og Boston Red Sox, tveggja félaga í eigu Fenway Sports Group. Winslow Townson/Getty Images Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, vill að leikir í ensku úrvalsdeildinni verði spilar á erlendri grundu. New York yrði fyrsti áfangastaður áður en frekari útbreiðsla færi af stað. „Ég er staðráðinn í að einn daginn muni leikir í ensku úrvalsdeildinni vera spilaðir í New York borg,“ sagði Werner í viðtali við Financial Times. „Ég sé jafnvel fyrir mér, frekar klikkaða hugmynd, að einn daginn gætum við spilað leik í Tókýó, einn í Los Angeles nokkrum klukkutímum seinna, einn leik enn síðar í Rio [de Janeiro], einn leik í Ríad [Sádi-Arabíu]. Gera okkur glaðan dag þar sem ensku úrvalsdeildinni er fagnað um allan heim,“ hélt hann svo áfram. Hann studdi hugmyndir sínar svo með því að segja að stuðningsmönnum liðanna yrðu boðin flug og gisting á góðu verði. Hugmyndin er svosem ekki ný af nálinni en hefur verið haldið hátt á lofti undanfarið eftir að mál Relevant Sports gegn FIFA var fellt niður og sambandið opnaði hug sinn. Framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Lið ensku úrvalsdeildarinnar hafa líka í auknum mæli undanfarin ár leitað til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Síðasta sumar var sett á fót Premier League Summer Series, þar sem nokkur félög spiluðu vináttumót í borgum Bandaríkjanna. Þá hefur Aleksander Ceferin, forseti UEFA, lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að halda leiki í Meistaradeildinni eða Ofurbikarnum utan Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
„Ég er staðráðinn í að einn daginn muni leikir í ensku úrvalsdeildinni vera spilaðir í New York borg,“ sagði Werner í viðtali við Financial Times. „Ég sé jafnvel fyrir mér, frekar klikkaða hugmynd, að einn daginn gætum við spilað leik í Tókýó, einn í Los Angeles nokkrum klukkutímum seinna, einn leik enn síðar í Rio [de Janeiro], einn leik í Ríad [Sádi-Arabíu]. Gera okkur glaðan dag þar sem ensku úrvalsdeildinni er fagnað um allan heim,“ hélt hann svo áfram. Hann studdi hugmyndir sínar svo með því að segja að stuðningsmönnum liðanna yrðu boðin flug og gisting á góðu verði. Hugmyndin er svosem ekki ný af nálinni en hefur verið haldið hátt á lofti undanfarið eftir að mál Relevant Sports gegn FIFA var fellt niður og sambandið opnaði hug sinn. Framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Lið ensku úrvalsdeildarinnar hafa líka í auknum mæli undanfarin ár leitað til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Síðasta sumar var sett á fót Premier League Summer Series, þar sem nokkur félög spiluðu vináttumót í borgum Bandaríkjanna. Þá hefur Aleksander Ceferin, forseti UEFA, lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að halda leiki í Meistaradeildinni eða Ofurbikarnum utan Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira