Enski boltinn

Öll liðin nema eitt vildu halda VAR í ensku úr­vals­deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki eru allir sannfærðir um ágæti VAR.
Ekki eru allir sannfærðir um ágæti VAR. getty/Alex Dodd

Myndbandsdómgæsla verður áfram í ensku úrvalsdeildinni. Tillaga Wolves um að hætta með VAR var felld með miklum meirihluta. 

Nítján af tuttugu félögum kusu gegn tillögu Wolves á ársfundi ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Eina atkvæðið með tillögunni kom frá Úlfunum sjálfum.

VAR verður því áfram í ensku úrvalsdeildinni en kerfið var tekið upp tímabilið 2019-20.

Til að notkun VAR hefði verið hætt hefðu fjórtán af tuttugu félögum í ensku úrvalsdeildinni þurft að kjósa með tillögu Wolves.

Úlfarnir voru afar ósáttir við dómgæsluna á síðasta tímabili og töldu sig hafa verið fengið ansi marga dóma á móti sér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×