Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2024 11:57 F/A-18 Super Hornet herþotu flogið af bandarísku flugmóðurskipi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Sjóher Bandaríkjanna/Richard L.J. Gourley Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower. Árásirnar hófust í gærkvöldi og segja heimildarmenn AP fréttaveitunnar að þær hafi beinst að neðanjarðarbyrgjum Húta, skotpöllum fyrir eldflaugar, stjórnstöðvar, minnst einu skipi eða bát og öðrum skotmörkum. Í heildina voru sex árásir gerðar, samkvæmt Hútum. Þeir halda því fram að eingöngu óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja árásir hafa verið gerðar á þrettán skotmörk. May 30 U.S. Central Command UpdateBetween approximately 3:15 and 5 p.m. (Sanaa time) on May 30, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces successfully destroyed eight uncrewed aerial vehicles (UAV) in Iranian-backed Houthi controlled areas of Yemen and over the Red Sea.… pic.twitter.com/uxtPyVecpU— U.S. Central Command (@CENTCOM) May 30, 2024 Meðal annars var notast við F/A-18 herþotur frá Eisenhower til árásarinnar og Typhoon FGR4 þotur frá Bretlandi en önnur herskip komu einnig að þeim. Hútar sögðust í morgun hafa skotið eldflaugum og drónum að flugmóðurskipinu en það hefur ekki verið staðfest. Heimildarmenn AP segja ekkert ama að flugmóðurskipinu. Bretar og Bandaríkjamenn, og þá sérstaklega þeir síðarnefndu, hafa gert fjölmargar árásir gegn Hútum. Þær hófust eftir að Hútar byrjuðu að gera árásir á flutningaskip sem verið var að sigla um Rauðahaf og Adenflóa. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súesskurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum mánuðum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að flutningaskipum og herskipum. Hútar stjórna meðal annars borginni Sanaa í Jemen.AP/Osamah Abdulrahman Í heildina hafa Hútar gert árásir á rúmlega fimmtíu skip. Þrír sjóliðar hafa fallið í þessum árásum og eitt skip hefur sokkið. Þá hafa hútar tekið eitt skip yfir. Nú í vikunni gerðu Hútar árás á skip sem notað var til að flytja korn til Íran en það eru helstu bakhjarlar Húta. Sjá einnig: Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Íranar hafa útvegað Hútum eldflaugar og dróna fyrir árásirnar og eru einnig sagðir hafa hjálpað Hútum að finna og velja skotmörk. Hútar héldu því fram á miðvikudaginn að þeir hefðu skotið niður MQ-9 Reaper dróna með flugskeyti. AP segir mögulegt að sá hafi verið í eigu Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) en útlit er fyrir að Bandaríkjamenn hafi tapað þremur slíkum drónum yfir Jemen í þessum mánuði. Jemen Bandaríkin Bretland Íran Hernaður Skipaflutningar Tengdar fréttir Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. 22. apríl 2024 18:58 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Árásirnar hófust í gærkvöldi og segja heimildarmenn AP fréttaveitunnar að þær hafi beinst að neðanjarðarbyrgjum Húta, skotpöllum fyrir eldflaugar, stjórnstöðvar, minnst einu skipi eða bát og öðrum skotmörkum. Í heildina voru sex árásir gerðar, samkvæmt Hútum. Þeir halda því fram að eingöngu óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja árásir hafa verið gerðar á þrettán skotmörk. May 30 U.S. Central Command UpdateBetween approximately 3:15 and 5 p.m. (Sanaa time) on May 30, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces successfully destroyed eight uncrewed aerial vehicles (UAV) in Iranian-backed Houthi controlled areas of Yemen and over the Red Sea.… pic.twitter.com/uxtPyVecpU— U.S. Central Command (@CENTCOM) May 30, 2024 Meðal annars var notast við F/A-18 herþotur frá Eisenhower til árásarinnar og Typhoon FGR4 þotur frá Bretlandi en önnur herskip komu einnig að þeim. Hútar sögðust í morgun hafa skotið eldflaugum og drónum að flugmóðurskipinu en það hefur ekki verið staðfest. Heimildarmenn AP segja ekkert ama að flugmóðurskipinu. Bretar og Bandaríkjamenn, og þá sérstaklega þeir síðarnefndu, hafa gert fjölmargar árásir gegn Hútum. Þær hófust eftir að Hútar byrjuðu að gera árásir á flutningaskip sem verið var að sigla um Rauðahaf og Adenflóa. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súesskurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum mánuðum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að flutningaskipum og herskipum. Hútar stjórna meðal annars borginni Sanaa í Jemen.AP/Osamah Abdulrahman Í heildina hafa Hútar gert árásir á rúmlega fimmtíu skip. Þrír sjóliðar hafa fallið í þessum árásum og eitt skip hefur sokkið. Þá hafa hútar tekið eitt skip yfir. Nú í vikunni gerðu Hútar árás á skip sem notað var til að flytja korn til Íran en það eru helstu bakhjarlar Húta. Sjá einnig: Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Íranar hafa útvegað Hútum eldflaugar og dróna fyrir árásirnar og eru einnig sagðir hafa hjálpað Hútum að finna og velja skotmörk. Hútar héldu því fram á miðvikudaginn að þeir hefðu skotið niður MQ-9 Reaper dróna með flugskeyti. AP segir mögulegt að sá hafi verið í eigu Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) en útlit er fyrir að Bandaríkjamenn hafi tapað þremur slíkum drónum yfir Jemen í þessum mánuði.
Jemen Bandaríkin Bretland Íran Hernaður Skipaflutningar Tengdar fréttir Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. 22. apríl 2024 18:58 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. 22. apríl 2024 18:58
Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49