Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. mars 2024 21:33 Slökkviliðsmenn úr indverska sjóhernum bregðast við eldsvoða á skipi merkti Líberíu. Eldurinn virtist til kominn vegna loftárásar Húta. AP Tveir áhafnarmeðlimir flutningaskipsins True Confidence létu lífið í eldflaugaárás Húta undan ströndum Jemen í dag. Um ræðir fyrstu mannslátin frá því að hersveitir Húta hófu að gera árásir á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. Flugskeyti Húta er sagt hafa hæft skipið, sem sigldi undir fána Barbados, á tíunda tímanum í morgun að staðartíma. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum hefur það síðan verið á reki um Adenflóa. Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á skip sem sigla um Rauðahafið en er sú fyrsta sem áhafnarmeðlimur á skipinu lætur lífið. Með árásunum segjast Hútar aðstoða Palestínumenn í baráttunni gegn Ísraelsher. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að áhöfn skipsins hefði hundsað ítrekaðar viðvaranir frá hersveitum Húta áður en þeir hæfðu skipið. BBC hefur eftir breska sendiráðinu í Jemen að að mannslátin séu sorgleg en óhjákvæmileg afleiðing linnulausra eldflaugaárása á flutningaskip. Þá hefur CBS eftir embættismanni Bandaríkjahers að sex hefðu særst í árásinni. Árásin átti sér stað í Adenflóa, um fimmtíu sjómílum suðvestan jemensku borgarinnar Aden. Í Adenflóa hafa Hútar gert umfangsmiklar árásir síðustu vikur en á laugardag bárust fréttir um að flutningaskipið Rubymar hefði sokkið eftir loftárás en engan sakaði. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21 Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Flugskeyti Húta er sagt hafa hæft skipið, sem sigldi undir fána Barbados, á tíunda tímanum í morgun að staðartíma. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum hefur það síðan verið á reki um Adenflóa. Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á skip sem sigla um Rauðahafið en er sú fyrsta sem áhafnarmeðlimur á skipinu lætur lífið. Með árásunum segjast Hútar aðstoða Palestínumenn í baráttunni gegn Ísraelsher. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að áhöfn skipsins hefði hundsað ítrekaðar viðvaranir frá hersveitum Húta áður en þeir hæfðu skipið. BBC hefur eftir breska sendiráðinu í Jemen að að mannslátin séu sorgleg en óhjákvæmileg afleiðing linnulausra eldflaugaárása á flutningaskip. Þá hefur CBS eftir embættismanni Bandaríkjahers að sex hefðu særst í árásinni. Árásin átti sér stað í Adenflóa, um fimmtíu sjómílum suðvestan jemensku borgarinnar Aden. Í Adenflóa hafa Hútar gert umfangsmiklar árásir síðustu vikur en á laugardag bárust fréttir um að flutningaskipið Rubymar hefði sokkið eftir loftárás en engan sakaði.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21 Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44
Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21
Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58