Pólverjar víggirða landamærin í austri Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2024 10:44 Cezary Tomczyk, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og Wieslaw Kukula, formaður herforingjaráðs Póllands, á blaðamannafundi í gær. AP/Czarek Sokolowski Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum. Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum.
Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32