Kraftaverkamaðurinn Emery framlengir á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 17:30 Unai Emery gat leyft sér fagna í kvöld. James Gil/Getty Images Unai Emery, þjálfari Aston Villa, hefur verið verðlaunaður fyrir að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann skrifaði í dag undir glænýjan fimm ára samning. Emery tók við Aston Villa haustið 2022 eftir skelfilega byrjun undir stjórn Steven Gerrard. Undir hans óð liðið upp töfluna og endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á nýafstöðnu tímabili gerði Villa svo gott betur og endaði í 4. sæti. Skilar sá árangur liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en félagið hefur ekki leikið á hæsta stigi Evrópu síðan árið 1983. A new contract for Unai Emery means five more years of scenes like this, @AVFCOfficial fans! 🦁 pic.twitter.com/vGESY8V37C— Premier League (@premierleague) May 27, 2024 Hinn 52 ára gamli Emery hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst árið 2004. Hann stýrði Valencia frá 2008 til 2012 en fór þaðan til Spartak Moskvu í Rússlandi. Hann tók við Sevilla 2013 og er stór ástæða þess að félagið er talið ósigrandi í Evrópudeildinni en það vann keppnina öll árin sem Emery var við stjórnvölinn. Emery fór svo frá Andalúsíu til Parísar og tók við stórliði PSG. Þar – eins og svo margir – átti hann erfitt með að fá liðið til að spila eftir sínu höfði og yfirgaf það svo árið 2018. Sama ár tók hann við Arsenal eftir að Arsene Wenger steig til hliðar. Sá hafði þjálfað liðið frá árinu 1996 og áttu Skytturnar erfitt með að fóta sig undir nýjum stjóra. Emery entist ekki lengi í Lundúnum en tók svo við Villareal árið 2020. Þar var hann í tvö ár og vann Evrópudeildina á nýjan leik áður en Aston Villa fékk hann til að leysa Gerrard af hólmi. Voru efasemdaraddir uppi um hvort hans leikstíll myndi henta liðinu. Þær voru fljótar að þagna en leikmannahópur Villa virðist sniðinn að Emery. Sem dæmi má benda á að Ollie Watkins blómstraði á nýafstaðinni leiktíð. Skoraði hann 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 37 deildarleikjum. Unai Emery: "We are really excited to continue this journey with no limits to our dreams." ✨2️⃣0️⃣2️⃣9️⃣ pic.twitter.com/EF4ojRjSk3— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 27, 2024 Á sama tíma og annað hvert stórlið virðist vera í leit að nýjum aðalþjálfara hefur Villa því ákveðið að framlengja samning Emery til ársins 2029. Nú er bara að bíða og sjá hversu hátt hann getur lyft liðinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Emery tók við Aston Villa haustið 2022 eftir skelfilega byrjun undir stjórn Steven Gerrard. Undir hans óð liðið upp töfluna og endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á nýafstöðnu tímabili gerði Villa svo gott betur og endaði í 4. sæti. Skilar sá árangur liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en félagið hefur ekki leikið á hæsta stigi Evrópu síðan árið 1983. A new contract for Unai Emery means five more years of scenes like this, @AVFCOfficial fans! 🦁 pic.twitter.com/vGESY8V37C— Premier League (@premierleague) May 27, 2024 Hinn 52 ára gamli Emery hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst árið 2004. Hann stýrði Valencia frá 2008 til 2012 en fór þaðan til Spartak Moskvu í Rússlandi. Hann tók við Sevilla 2013 og er stór ástæða þess að félagið er talið ósigrandi í Evrópudeildinni en það vann keppnina öll árin sem Emery var við stjórnvölinn. Emery fór svo frá Andalúsíu til Parísar og tók við stórliði PSG. Þar – eins og svo margir – átti hann erfitt með að fá liðið til að spila eftir sínu höfði og yfirgaf það svo árið 2018. Sama ár tók hann við Arsenal eftir að Arsene Wenger steig til hliðar. Sá hafði þjálfað liðið frá árinu 1996 og áttu Skytturnar erfitt með að fóta sig undir nýjum stjóra. Emery entist ekki lengi í Lundúnum en tók svo við Villareal árið 2020. Þar var hann í tvö ár og vann Evrópudeildina á nýjan leik áður en Aston Villa fékk hann til að leysa Gerrard af hólmi. Voru efasemdaraddir uppi um hvort hans leikstíll myndi henta liðinu. Þær voru fljótar að þagna en leikmannahópur Villa virðist sniðinn að Emery. Sem dæmi má benda á að Ollie Watkins blómstraði á nýafstaðinni leiktíð. Skoraði hann 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 37 deildarleikjum. Unai Emery: "We are really excited to continue this journey with no limits to our dreams." ✨2️⃣0️⃣2️⃣9️⃣ pic.twitter.com/EF4ojRjSk3— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 27, 2024 Á sama tíma og annað hvert stórlið virðist vera í leit að nýjum aðalþjálfara hefur Villa því ákveðið að framlengja samning Emery til ársins 2029. Nú er bara að bíða og sjá hversu hátt hann getur lyft liðinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira