Íslenski boltinn

Fjölnis­menn á toppinn í Lengjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölnismenn byrja tímabilið vel og eru komnir á toppinn í Lengjudeildinni.
Fjölnismenn byrja tímabilið vel og eru komnir á toppinn í Lengjudeildinni. @fjolnir_fc

Fjölnir komst í kvöld á toppinn í Lengjudeild karla í fótbolta eftir 3-1 heimasigur á Þrótti en spilað var í Egilshöllinni. Þetta var fyrsti leikur fjórðu umferðar.

Fjölnismenn hafa náð í tíu stig í fyrstu fjórum leikjum sínum og komust með þessum sigri einu stigi upp fyrir Njarðvík sem er með fullt hús en hefur leikið leik færra.

Staðan var marklaus í hálfleik en tvö mörk á fimm mínútum komu Fjölnisliðinu í góð mál.

Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði það fyrra á 52. mínútu en Axel Freyr Harðarson það síðara á 57. mínútu.

Fjölnismenn innsigluðu síðan sigur sinn þegar Máni Austmann Hilmarsson skoraði þriðja markið á 72. mínútu en markið skoraði hann úr vítaspyrnu.

Þróttarar gáfust þó ekki upp því Izaro Abella Sanchez minnkaði muninn aðeins tveimur mínútum síðar.

Þróttarar byrja ekki vel og hafa aðeins náð í eitt stig út úr fjórum fyrstu leikjum sínum. Liðið situr í fallsæti með jafnmörg stig og botnlið Aftureldingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×