Enski boltinn

Paquetá á­kærður fyrir að sækjast eftir spjaldi í eigin leikjum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lucas Paqueta er sá nýjasti í röð leikmanna sem enska knattspyrnusambandið ákærir fyrir brot á veðmálareglum.
Lucas Paqueta er sá nýjasti í röð leikmanna sem enska knattspyrnusambandið ákærir fyrir brot á veðmálareglum. Clive Rose/Getty Images

Lucas Paqueta, leikmaður West Ham, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot á veðmálareglum.

Því er haldið fram að Paquetá hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi frá dómaranum í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði“ eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins.

Leikir West Ham sem um ræðir eru:

  • Gegn Leicester City, 12. nóvember 2022
  • Gegn Aston Villa, 12. mars 2023
  • Gegn Leeds United, 21. maí 2023
  • Gegn AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023

Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á FA reglum F2 og F3, vegna ósamvinnufýsni við rannsókn málsins.

Rannsókn málsins hófst þegar óvenjulegur fjöldi veðmála barst frá Brasilíu, þar sem veðjað var á að Paquetá fengi gult spjald í leiknum gegn Aston Villa, sem hann og gerði fyrir þessar tvær glæfralegu tæklingar á 70. mínútu.  

Paquetá hefur til 3. júní að svara þessum ásökunum. Enska knattspyrnusambandið mun ekki veita frekari upplýsingar þar til málinu lýkur.

Paquetá gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir að ákæran barst. Þar kvaðst hann hafa veitt knattspyrnusambandinu alla sína aðstoð við rannsókn málsins og því komi ákæran honum verulega á óvart. Hann muni berjast af öllum mætti við að hreinsa nafn sitt. 


Tengdar fréttir

Hætta við að fá Paqueta eftir á­sakanir um brot á veð­mála­reglum

Eng­lands­meistarar Manchester City eru hættir við að reyna að fá miðju­manninn Lucas Paqueta til liðs við sig frá West Ham eftir að upp­lýst var um að leik­maðurinn sætir nú rann­sókn vegna mögu­legra brota á veð­mála­reglum enska og Al­þjóða­knatt­spyrnu­sam­bandsins, FIFA.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×