Enski boltinn

Dag­ný fram­lengir samning sinn við West Ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir var fyrirliði West Ham áður en hún fór í barneignarleyfi. Hér leiðir hún son sinn og liðið sitt út á völlinn.
Dagný Brynjarsdóttir var fyrirliði West Ham áður en hún fór í barneignarleyfi. Hér leiðir hún son sinn og liðið sitt út á völlinn. Getty/Henry Browne

Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur gert nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Þetta eru frábærar fréttir fyrir West Ham og íslenska landsliðið.

West Ham segir frá því á heimasíðu sinni að Dagný hafi framlengt samning sinn um eitt ár.

Dagný er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn en hún var í leikmannahópi West Ham í lokaumferð tímabilsins.

Dagný kom til West Ham í janúar 2021 og hefur skorað 17 mörk í 65 leikjum fyrir félagið. Hún var fyrirliði liðsins á 2022-23 tímabilinu.

„Ég er mjög ánægð með að hafa framlengt samning minn við West Ham United. West Ham er ekki bara að semja við mig heldur við alla fjölskyldu mína og allt sem því fylgir því að vera móðir. Ég er ánægð hér, fjölskyldan er ánægð og félagið er eins og fjölskylda fyrir mig,“ sagði Dagný í viðtali á heimasíðu Wesy Ham.

„Ég er rosalega þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég eignaðist minn annan son og það gerði þessa ákvörðun mjög auðvelda fyrir mig. Ég er þegar orðin spennt fyrir næsta tímabili og hlakka til að hjálpa félaginu að fara í rétta átt,“ sagði Dagný.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×