Leitin enn ekki borið árangur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 23:55 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er staðsettur nærri svæðinu þar sem þyrlunnar er leitað. AP Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979. Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979.
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira