Leitin enn ekki borið árangur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 23:55 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er staðsettur nærri svæðinu þar sem þyrlunnar er leitað. AP Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979. Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979.
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira