Enski boltinn

Hjólaði frá Mongólíu og grét af gleði þegar hann hitti hetjuna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ochirvaani fékk draum sinn uppfylttan og gott betur en það.
Ochirvaani fékk draum sinn uppfylttan og gott betur en það. skjáskot

Ochirvaani Batbold, eða Ochiroo eins og hann er kallaður eftir helstu hetju sinni, Wayne Rooney, hjólaði rúmlega 14.000 kílómetra frá heimili sínu í Mongólíu til Englands þar sem hann heimsótti Old Trafford.

Áður en hann lagði af stað í langförina í júní í fyrra skrifaði Ochiroo félaginu bréf þar sem hann sagði meðals annars frá brostnum daumum um atvinnumennsku í fótbolta og eilífri aðdáun sinni á Wayne Rooney. 

Þá sagði hann það sinn helsta draum að heimsækja Old Trafford.

„Með hverju fótstigi færist ég ekki bara nær draumnum að heimsækja Old Trafford heldur sanna ég í leið fyrir sjálfum mér að ég geti gert hvað sem er.“

Það var hjartnæm stund þegar Ochiroo komst loks á leiðarenda, honum var vel tekið og fékk skoðunarferð um völlinn. Ochiroo var agndofa og orðlaus yfir fegurð leikvangsins. 

Þegar Wayne Rooney gekk svo úr göngunum og kynnti sig gat Ochiroo ekki haldið aftur af sér lengur og brast í grát.

Rooney tilkynnti svo að félagið gæfi Ochiroo miða á stórleikinn gegn Arsenal og hann fengi tækifæri til að hitta fleiri fyrrum leikmenn liðsins. Ochiroo var hinn ánægðasti og skartaði sínu fínasta pússi á leikdag eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×