Hægriflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 07:46 Hinn umdeildi Geert Wilders hefur verið mjög áberandi í hollenskum stjórnmálum síðustu áratugi. AP Geert Wilders, leiðtogi hollenska popúlistaflokksins Frelsisflokksins, segir að fjórir hægriflokkar hafi loks náð saman um myndun nýrrar samsteypustjórnar. Wilders mun ekki gegna embætti forsætisráðherra í þeirri stjórn. Wilders sagði í samtali við fjölmiðla í gær að samkomulag um myndun stjórnar væri í höfn en að spurningin um hver myndi gegna embætti forsætisráðherra yrði tekin upp síðar. Háværar raddir hafa verið uppi um að nýr forsætisráðherra verði tæknikrati, það er sóttur út fyrir hið pólitíska svið. Þingkosningar fóru fram í Hollandi fyrir hálfu ári síðan og varð Frelsisflokkur Wilders stærstur þar sem hann tryggði sér 37 þingsæti af 150. Wilders fór ekkert í grafgötur við það að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu í stjórnarviðræðum, en hann er mjög umdeildur í Hollandi þar sem hann hefur meðal annars talað gegn íslam og fyrir mjög strangri innflytjendastefnu. Ljóst má vera að aðrir hægriflokkar hafa ekki sætt sig við að Wilders yrði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þeir flokkar sem munu mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum eru Þjóðarflokkurinn, flokkur Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra, hinn íhaldssami NSC-flokkur og Bændahreyfingin (BBB). Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað komi fram í stjórnarsáttmála flokkanna. Holland Tengdar fréttir Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Innlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Fleiri fréttir Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Sjá meira
Wilders sagði í samtali við fjölmiðla í gær að samkomulag um myndun stjórnar væri í höfn en að spurningin um hver myndi gegna embætti forsætisráðherra yrði tekin upp síðar. Háværar raddir hafa verið uppi um að nýr forsætisráðherra verði tæknikrati, það er sóttur út fyrir hið pólitíska svið. Þingkosningar fóru fram í Hollandi fyrir hálfu ári síðan og varð Frelsisflokkur Wilders stærstur þar sem hann tryggði sér 37 þingsæti af 150. Wilders fór ekkert í grafgötur við það að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu í stjórnarviðræðum, en hann er mjög umdeildur í Hollandi þar sem hann hefur meðal annars talað gegn íslam og fyrir mjög strangri innflytjendastefnu. Ljóst má vera að aðrir hægriflokkar hafa ekki sætt sig við að Wilders yrði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þeir flokkar sem munu mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum eru Þjóðarflokkurinn, flokkur Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra, hinn íhaldssami NSC-flokkur og Bændahreyfingin (BBB). Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað komi fram í stjórnarsáttmála flokkanna.
Holland Tengdar fréttir Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Innlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Fleiri fréttir Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Sjá meira
Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41