Þrjú hundruð handtekin í Columbia-háskóla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 14:42 Lögregluaðgerðin átti sér stað snemma í morgun á íslenskum tíma. AP/Marco Postigo Storel Um þrjú hundruð manns voru handtekin í Columbia-háskóla í New York-borg. Eric Adams borgarstjóri segir utanaðkomandi æsingamenn hafa náð ítökum meðal mótmælenda og að gyðingahatur og andóf gegn Ísrael væru útbreidd. Hann segir lögregluna hafa staðið fyrir stærðarinnar aðgerðum á tjaldbúðum sem komið hafði verið upp við Columbia-háskóla til að mótmæla stríðsrekstri Ísraelsríkis á Gasa. Í nótt kom einnig til átaka á slíkum búðum í Kaliforníu þar sem slagsmál brutust út milli hópa mótmælenda svo að lögregla klædd óeirðabúningum slóst í leikinn. Adams segir stúdenta eiga rétt á því að mótmæla og að tjáningafrelsið sé hornsteinn bandarísks samfélags en að óprúttnir aðilar í mótmælahreyfingunni hafi ekki hafi heldur haft óspektir í huga en friðsamleg mótmæli. „Það er ekkert friðsamlegt við að byrgja sig inni í byggingu, að stunda eignarspjöll eða rífa í sundur öryggismyndavélar,“ segir hann á blaðamannafundi sem fór fram í New York fyrir stuttu og vísar meðal annars til þess að mótmælendur hefðu tekið Hamilton Hall yfir og byrgt sig þar inni. Byggingin hýsir fornfræði, germanskra mála- og slavneskra máladeild háskólans en hefur ítrekað spilað hlutverk í mótmælum stúdenta, meðal annars gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam á sjöunda og áttunda áratugnum. Borgarstjórinn segir þá sem brutust inn í Hamilton Hall og byrgðu sig þar inni ekki hafa verið nemendur háskólans þó sumir þeirra hafi verið það. Lögreglan hefur nú fjarlægt tjaldbúðirnar af skólalóðinni og náð byggingunni aftur á sitt vald. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Hann segir lögregluna hafa staðið fyrir stærðarinnar aðgerðum á tjaldbúðum sem komið hafði verið upp við Columbia-háskóla til að mótmæla stríðsrekstri Ísraelsríkis á Gasa. Í nótt kom einnig til átaka á slíkum búðum í Kaliforníu þar sem slagsmál brutust út milli hópa mótmælenda svo að lögregla klædd óeirðabúningum slóst í leikinn. Adams segir stúdenta eiga rétt á því að mótmæla og að tjáningafrelsið sé hornsteinn bandarísks samfélags en að óprúttnir aðilar í mótmælahreyfingunni hafi ekki hafi heldur haft óspektir í huga en friðsamleg mótmæli. „Það er ekkert friðsamlegt við að byrgja sig inni í byggingu, að stunda eignarspjöll eða rífa í sundur öryggismyndavélar,“ segir hann á blaðamannafundi sem fór fram í New York fyrir stuttu og vísar meðal annars til þess að mótmælendur hefðu tekið Hamilton Hall yfir og byrgt sig þar inni. Byggingin hýsir fornfræði, germanskra mála- og slavneskra máladeild háskólans en hefur ítrekað spilað hlutverk í mótmælum stúdenta, meðal annars gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam á sjöunda og áttunda áratugnum. Borgarstjórinn segir þá sem brutust inn í Hamilton Hall og byrgðu sig þar inni ekki hafa verið nemendur háskólans þó sumir þeirra hafi verið það. Lögreglan hefur nú fjarlægt tjaldbúðirnar af skólalóðinni og náð byggingunni aftur á sitt vald.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira