Mótmælendur og gagnmótmælendur tókust á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 10:51 Tjaldbúðir til stuðnings Palestínu hafa risið við háskóla víðs vegar um Bandaríkin. AP/Jae C. Hong Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður. Myndefni frá AP-fréttaveitunni af vettvangi sýnir mótmælendur beggja megin munda spýtnabrak en aðrir spjöld eða regnhlífar til að skýla sér. Sprengdir voru flugeldar og aðskotahlutum grýtt á beggja vegu. Klippa: Mótmælendur og gagnmótmælendur takast á í Kaliforníu Stjórnendur háskólans höfðu fáeinum tímum áður lýst því yfir að tjaldbúðirnar hefðu verið ólöglega reistar og stríddu gegn reglum skólans. Hópur gagnmótmælenda svöruðu kalli stjórnenda og kom svartklæddur á vettvang með hvítar grímur. Sumir gerðu tilraun til að komast inn í búðirnar en mótmælendurnir mynduðu vegg úr regnhlífum og sveifluðu að þeim heimagerðum bareflum auk þess sem piparúða var beitt á gagnmótmælendur sem hættu sér of nálægt varnarveggnum. Eftir um tvo tíma af átökum kom lögregla á svæðið klædd í óeirðabúnað og hófu gagnmótmælendur þá að tínast í burtu. Þó héldu átök áfram við búðirnar í fleiri klukkustundir þrátt fyrir viðveru lögreglu. Tugir handteknir og vísað úr námi Tugir háskólanema hafa verið handteknir eða vísað úr námi vegna þátttöku þeirra í slíkum mótmælum og kennsla hefur verið lögð niður víðs vegar um Bandaríkin. Reuters greinir frá því að tugir mótmælenda sem setið höfðu um kennslubyggingu í Columbia-háskóla hefðu verið handteknir þegar lögreglumenn komust inn í bygginguna um glugga á annarri hæð. Tjaldbúðir sem risið höfðu þar voru rýmdar og tjöldin fjarlægð. Mary Osako, vararektor UCLA-háskóla segir stjórnendum skólans bjóða við ofbeldinu. „Hræðilegt ofbeldi átti sér stað á tjaldbúðunum í kvöld og við leituðum strax til lögreglu fyrir aðstoð. Slökkvilið og sjúkralið er á vettvangi. Okkur býður við þessu tilgangslausa ofbeldi og því verður að ljúka,“ segir hún í tilkynningu. Kröfur mótmælendanna eru meðal annars að bandarískir háskólar hætti að stunda viðskipti við ísraelsk fyrirtæki eða fyrirtæki sem stutt hafa stríðsrekstur Ísraela á Gasa á einn eða annan hátt. Ekki liggur fyrir hversu margir særðust í átökunum. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Myndefni frá AP-fréttaveitunni af vettvangi sýnir mótmælendur beggja megin munda spýtnabrak en aðrir spjöld eða regnhlífar til að skýla sér. Sprengdir voru flugeldar og aðskotahlutum grýtt á beggja vegu. Klippa: Mótmælendur og gagnmótmælendur takast á í Kaliforníu Stjórnendur háskólans höfðu fáeinum tímum áður lýst því yfir að tjaldbúðirnar hefðu verið ólöglega reistar og stríddu gegn reglum skólans. Hópur gagnmótmælenda svöruðu kalli stjórnenda og kom svartklæddur á vettvang með hvítar grímur. Sumir gerðu tilraun til að komast inn í búðirnar en mótmælendurnir mynduðu vegg úr regnhlífum og sveifluðu að þeim heimagerðum bareflum auk þess sem piparúða var beitt á gagnmótmælendur sem hættu sér of nálægt varnarveggnum. Eftir um tvo tíma af átökum kom lögregla á svæðið klædd í óeirðabúnað og hófu gagnmótmælendur þá að tínast í burtu. Þó héldu átök áfram við búðirnar í fleiri klukkustundir þrátt fyrir viðveru lögreglu. Tugir handteknir og vísað úr námi Tugir háskólanema hafa verið handteknir eða vísað úr námi vegna þátttöku þeirra í slíkum mótmælum og kennsla hefur verið lögð niður víðs vegar um Bandaríkin. Reuters greinir frá því að tugir mótmælenda sem setið höfðu um kennslubyggingu í Columbia-háskóla hefðu verið handteknir þegar lögreglumenn komust inn í bygginguna um glugga á annarri hæð. Tjaldbúðir sem risið höfðu þar voru rýmdar og tjöldin fjarlægð. Mary Osako, vararektor UCLA-háskóla segir stjórnendum skólans bjóða við ofbeldinu. „Hræðilegt ofbeldi átti sér stað á tjaldbúðunum í kvöld og við leituðum strax til lögreglu fyrir aðstoð. Slökkvilið og sjúkralið er á vettvangi. Okkur býður við þessu tilgangslausa ofbeldi og því verður að ljúka,“ segir hún í tilkynningu. Kröfur mótmælendanna eru meðal annars að bandarískir háskólar hætti að stunda viðskipti við ísraelsk fyrirtæki eða fyrirtæki sem stutt hafa stríðsrekstur Ísraela á Gasa á einn eða annan hátt. Ekki liggur fyrir hversu margir særðust í átökunum.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila