Gáttaðar á því að fyrirliði Víkings var settur á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 14:00 Selma Dögg Björgvinsdóttir missti sæti sitt í byrjunarliðinu og sérfræðingar Bestu markanna voru hissa á því. Vísir/Diego Víkingskonur eru þegar búnir að missa einn fyrirliða frá sér á vormánuðunum þegar Nadía Atladóttir fór í Val og í annarri umferð Bestu deildarinnar var fyrirliði liðsns settur á varamannabekkinn. Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum voru gáttaðir á þessu. Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira