Erlent

Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst fimm voru særðir áður en maðurinn var stöðvaður í morgun.
Minnst fimm voru særðir áður en maðurinn var stöðvaður í morgun.

Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn.

Hinir fjórir sem mennirnir særðu, og þar á meðal tveir lögregluþjónar, eru enn á sjúkrahúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki talið að sár þeirra séu lífshættuleg. Lögregluþjónarnir tveir hafa þó þurft í skurðaðgerð.

Maðurinn, sem er 36 ára gamall, var handtekinn í morgun um 22 mínútum eftir að fyrsta útkallið barst til lögreglunnar, samkvæmt frétt BBC. Ekki er talið að um einhverskonar hryðjuverk sé að ræða. Enginn annar er grunaður um að hafa komið að málinu.

Árásarmaðurinn er sagður hafa ekið bíl á hús við Hainault-lestarstöðina í norðausturhluta Lundúna og ráðist á fólk af handahófi. Tilefni árásarinnar er enn til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum

Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×