„Röng ákvörðun af minni hálfu og ég tek fulla ábyrgð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2024 21:47 Guy Smit, markvörður KR, gerðist sekur um slæm mistök í þriðja marki Breiðabliks í kvöld. vísir / anton brink Guy Smit, markvörður KR, axlar fulla ábyrgð á mistökum sínum í þriðja marki Breiðabliks en vill meina að annað markið hefði ekki átt að standa. Leiknum lauk með 2-3 sigri Breiðabliks. „Vonsvikinn, auðvitað, hefði getað gert betur. Eftir að hafa skoðað mörkin aftur verð ég að taka ábyrgð. Ég held samt að annað markið, ég var nær þessu en allir, veit ekki hvernig það leit út í sjónvarpi eða frá hliðarlínunni en mér fannst hann ekki fara allur inn. Í þriðja markinu hefði ég ekkert átt að fara út úr markinu, ég hélt að ég næði til boltans en ef ég hefði sparkað hefði ég bara tekið manninn held ég. Röng ákvörðun af minni hálfu og ég tek fulla ábyrgð. Verst fyrir liðsfélaga mína sem lögðu hart að sér“ sagði Guy að leik loknum. Það virtist sem hann og miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson hafi misskilið hvorn annan. Axel var á leið í boltann en gaf eftir þegar Guy kom út úr markinu. „Það var kannski [misskilningur] en ég kenni Axeli ekkert um. Þarna öskruðu allir áhorfendur á mig að fara út og ég tók þá ákvörðun. Ég hef ekki séð þetta aftur en ég held að ég hefði bara átt að leyfa Axeli að berjast um boltann, hann er nógu hraður. Það hefði verið rétt ákvörðun en auðvitað auðvelt að segja svona eftir á.“ Guy Smit var afar óstyrkur þegar hann fékk boltann til baka og kom KR-ingum reglulega í vandræði með slökum spyrnum. Skrifaði Hinrik Wöhler eftir 0-1 tap KR gegn Fram í síðasta deildarleik. Það virtist sem þjálfararnir hefðu farið yfir hlutina með honum og sagt Guy að taka engar áhættur, hann lifði eftir því lengst af í leiknum en tók óþarfa áhættu í þriðja markinu margumrædda. „Þetta er nýtt fyrir mér að vera svona ofarlega, við spilum hátt og ég kemst mikið á boltann. Eftir Fram leikinn töluðu þjálfararnir við mig og sögðu bara ‘skjóttu þessu burt’. En ég held að ef ég hefði gert það þarna hefði ég tekið manninn og verið sendur af velli. Þess vegna segi ég, það var röng ákvörðun að fara í úthlaupið“ sagði Guy Smit að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Vonsvikinn, auðvitað, hefði getað gert betur. Eftir að hafa skoðað mörkin aftur verð ég að taka ábyrgð. Ég held samt að annað markið, ég var nær þessu en allir, veit ekki hvernig það leit út í sjónvarpi eða frá hliðarlínunni en mér fannst hann ekki fara allur inn. Í þriðja markinu hefði ég ekkert átt að fara út úr markinu, ég hélt að ég næði til boltans en ef ég hefði sparkað hefði ég bara tekið manninn held ég. Röng ákvörðun af minni hálfu og ég tek fulla ábyrgð. Verst fyrir liðsfélaga mína sem lögðu hart að sér“ sagði Guy að leik loknum. Það virtist sem hann og miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson hafi misskilið hvorn annan. Axel var á leið í boltann en gaf eftir þegar Guy kom út úr markinu. „Það var kannski [misskilningur] en ég kenni Axeli ekkert um. Þarna öskruðu allir áhorfendur á mig að fara út og ég tók þá ákvörðun. Ég hef ekki séð þetta aftur en ég held að ég hefði bara átt að leyfa Axeli að berjast um boltann, hann er nógu hraður. Það hefði verið rétt ákvörðun en auðvitað auðvelt að segja svona eftir á.“ Guy Smit var afar óstyrkur þegar hann fékk boltann til baka og kom KR-ingum reglulega í vandræði með slökum spyrnum. Skrifaði Hinrik Wöhler eftir 0-1 tap KR gegn Fram í síðasta deildarleik. Það virtist sem þjálfararnir hefðu farið yfir hlutina með honum og sagt Guy að taka engar áhættur, hann lifði eftir því lengst af í leiknum en tók óþarfa áhættu í þriðja markinu margumrædda. „Þetta er nýtt fyrir mér að vera svona ofarlega, við spilum hátt og ég kemst mikið á boltann. Eftir Fram leikinn töluðu þjálfararnir við mig og sögðu bara ‘skjóttu þessu burt’. En ég held að ef ég hefði gert það þarna hefði ég tekið manninn og verið sendur af velli. Þess vegna segi ég, það var röng ákvörðun að fara í úthlaupið“ sagði Guy Smit að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira