Davíð Smári: Ekki okkar besta frammistaða Ólafur Þór Jónsson skrifar 28. apríl 2024 17:16 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra,. Visir/ Hulda Margrét Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að. „Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
„Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki