„Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:33 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson var svekktur með 3-0 tap FH gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann ræddi leikinn allan, rauða spjaldið sem hefði að hans mati ekki farið á loft í fyrra og félagaskiptaglugga FH við blaðamenn eftir leik. „Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum. Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
„Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum.
Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47