„Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:33 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson var svekktur með 3-0 tap FH gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann ræddi leikinn allan, rauða spjaldið sem hefði að hans mati ekki farið á loft í fyrra og félagaskiptaglugga FH við blaðamenn eftir leik. „Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum. Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum.
Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47