Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2024 12:40 Donald Trump yfirgefur dómsal í Manhattan þar sem hann er ákærður fyrir að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu í febrúar. Réttarhöldin hefjast formlega í dag. AP/Mary Altaffer Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir 130.000 dollara, jafnvirði tæpra 18,5 milljóna króna, greiðslu til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámstjörnu, á meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar árið 2016 stóð sem hæst. Greiðslan var til þess að tryggja þögn Clifford um ástarfund þeirra árið 2006. Trump neitar allri sök í málinu. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, hefur þegar afplánað fangelsisdóm fyrir sína aðild að þagnargreiðslunni. Fyrirtæki Trump endurgreiddi honum fyrir að kaupa þögn konunnar en saksóknarar halda því fram að endurgreiðslurnar til Cohen hafi verið skráðar sem „lögfræðikostnaður“ í bókum félagsins. Umdæmissaksóknari í New York-ríkis ákærði Trump. Reuters-fréttastofan segir að sakadómur í málinu hefði ekki áhrif á kjörgengi Trump sem er enn á ný forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningnum sem fara fram í nóvember. Vilja að réttað verði annars staðar Lögmenn Trump reyna enn allt hvað þeir geta til þess að tefja líkt og þeir hafa gert með góðum árangri í hinum dómsmálunum þremur sem fyrrverandi forsetinn stendur frammi fyrir. Áfrýjunardómstóll á enn eftir að taka afstöðu til kröfu þeirra um að málið verði fært annað á þeirri forsendu að mögulegir kviðdómendur á Manhattan séu langflestir demókratar með neikvæða skoðun á Trump. Kviðdómurinn verður valinn í dag. Þeir sem verða kallaðir til sem hugsanlegir kviðdómendur verða meðal annars spurðir að því hvort að þeir telji sig geta verið hlutlægir og óhlutdrægir. Ein spurninganna er hvort að mögulegir kviðdómendur hafi „sterkar skoðanir eða bjargfastar hugmyndir um Trump“ og hvort að þær kunni að hafa áhrif á getu þeirra til þess að skipa kviðdóminn, að sögn AP-fréttastofunnar. Auk þagnargreiðslumálsins er Trump ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál og tilraunir sínar til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Trump hefur farið mikinn um réttarkerfið og saksóknara í málunum gegn honum á undanförnum vikum. Hann hefur ítrekað ráðist á dómarann í þagnargreiðslumálinu, dóttur hans, umdæmissaksóknarann og vitni auk þess að hafna sakarefninu þrátt fyrir að dómari hafi fyrirskipað að hann mætti ekki tjá sig um það fólk og málefni opinberlega. Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24 Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir 130.000 dollara, jafnvirði tæpra 18,5 milljóna króna, greiðslu til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámstjörnu, á meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar árið 2016 stóð sem hæst. Greiðslan var til þess að tryggja þögn Clifford um ástarfund þeirra árið 2006. Trump neitar allri sök í málinu. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, hefur þegar afplánað fangelsisdóm fyrir sína aðild að þagnargreiðslunni. Fyrirtæki Trump endurgreiddi honum fyrir að kaupa þögn konunnar en saksóknarar halda því fram að endurgreiðslurnar til Cohen hafi verið skráðar sem „lögfræðikostnaður“ í bókum félagsins. Umdæmissaksóknari í New York-ríkis ákærði Trump. Reuters-fréttastofan segir að sakadómur í málinu hefði ekki áhrif á kjörgengi Trump sem er enn á ný forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningnum sem fara fram í nóvember. Vilja að réttað verði annars staðar Lögmenn Trump reyna enn allt hvað þeir geta til þess að tefja líkt og þeir hafa gert með góðum árangri í hinum dómsmálunum þremur sem fyrrverandi forsetinn stendur frammi fyrir. Áfrýjunardómstóll á enn eftir að taka afstöðu til kröfu þeirra um að málið verði fært annað á þeirri forsendu að mögulegir kviðdómendur á Manhattan séu langflestir demókratar með neikvæða skoðun á Trump. Kviðdómurinn verður valinn í dag. Þeir sem verða kallaðir til sem hugsanlegir kviðdómendur verða meðal annars spurðir að því hvort að þeir telji sig geta verið hlutlægir og óhlutdrægir. Ein spurninganna er hvort að mögulegir kviðdómendur hafi „sterkar skoðanir eða bjargfastar hugmyndir um Trump“ og hvort að þær kunni að hafa áhrif á getu þeirra til þess að skipa kviðdóminn, að sögn AP-fréttastofunnar. Auk þagnargreiðslumálsins er Trump ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál og tilraunir sínar til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Trump hefur farið mikinn um réttarkerfið og saksóknara í málunum gegn honum á undanförnum vikum. Hann hefur ítrekað ráðist á dómarann í þagnargreiðslumálinu, dóttur hans, umdæmissaksóknarann og vitni auk þess að hafna sakarefninu þrátt fyrir að dómari hafi fyrirskipað að hann mætti ekki tjá sig um það fólk og málefni opinberlega.
Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24 Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11
Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24
Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent