Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2024 12:40 Donald Trump yfirgefur dómsal í Manhattan þar sem hann er ákærður fyrir að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu í febrúar. Réttarhöldin hefjast formlega í dag. AP/Mary Altaffer Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir 130.000 dollara, jafnvirði tæpra 18,5 milljóna króna, greiðslu til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámstjörnu, á meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar árið 2016 stóð sem hæst. Greiðslan var til þess að tryggja þögn Clifford um ástarfund þeirra árið 2006. Trump neitar allri sök í málinu. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, hefur þegar afplánað fangelsisdóm fyrir sína aðild að þagnargreiðslunni. Fyrirtæki Trump endurgreiddi honum fyrir að kaupa þögn konunnar en saksóknarar halda því fram að endurgreiðslurnar til Cohen hafi verið skráðar sem „lögfræðikostnaður“ í bókum félagsins. Umdæmissaksóknari í New York-ríkis ákærði Trump. Reuters-fréttastofan segir að sakadómur í málinu hefði ekki áhrif á kjörgengi Trump sem er enn á ný forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningnum sem fara fram í nóvember. Vilja að réttað verði annars staðar Lögmenn Trump reyna enn allt hvað þeir geta til þess að tefja líkt og þeir hafa gert með góðum árangri í hinum dómsmálunum þremur sem fyrrverandi forsetinn stendur frammi fyrir. Áfrýjunardómstóll á enn eftir að taka afstöðu til kröfu þeirra um að málið verði fært annað á þeirri forsendu að mögulegir kviðdómendur á Manhattan séu langflestir demókratar með neikvæða skoðun á Trump. Kviðdómurinn verður valinn í dag. Þeir sem verða kallaðir til sem hugsanlegir kviðdómendur verða meðal annars spurðir að því hvort að þeir telji sig geta verið hlutlægir og óhlutdrægir. Ein spurninganna er hvort að mögulegir kviðdómendur hafi „sterkar skoðanir eða bjargfastar hugmyndir um Trump“ og hvort að þær kunni að hafa áhrif á getu þeirra til þess að skipa kviðdóminn, að sögn AP-fréttastofunnar. Auk þagnargreiðslumálsins er Trump ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál og tilraunir sínar til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Trump hefur farið mikinn um réttarkerfið og saksóknara í málunum gegn honum á undanförnum vikum. Hann hefur ítrekað ráðist á dómarann í þagnargreiðslumálinu, dóttur hans, umdæmissaksóknarann og vitni auk þess að hafna sakarefninu þrátt fyrir að dómari hafi fyrirskipað að hann mætti ekki tjá sig um það fólk og málefni opinberlega. Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24 Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir 130.000 dollara, jafnvirði tæpra 18,5 milljóna króna, greiðslu til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámstjörnu, á meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar árið 2016 stóð sem hæst. Greiðslan var til þess að tryggja þögn Clifford um ástarfund þeirra árið 2006. Trump neitar allri sök í málinu. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, hefur þegar afplánað fangelsisdóm fyrir sína aðild að þagnargreiðslunni. Fyrirtæki Trump endurgreiddi honum fyrir að kaupa þögn konunnar en saksóknarar halda því fram að endurgreiðslurnar til Cohen hafi verið skráðar sem „lögfræðikostnaður“ í bókum félagsins. Umdæmissaksóknari í New York-ríkis ákærði Trump. Reuters-fréttastofan segir að sakadómur í málinu hefði ekki áhrif á kjörgengi Trump sem er enn á ný forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningnum sem fara fram í nóvember. Vilja að réttað verði annars staðar Lögmenn Trump reyna enn allt hvað þeir geta til þess að tefja líkt og þeir hafa gert með góðum árangri í hinum dómsmálunum þremur sem fyrrverandi forsetinn stendur frammi fyrir. Áfrýjunardómstóll á enn eftir að taka afstöðu til kröfu þeirra um að málið verði fært annað á þeirri forsendu að mögulegir kviðdómendur á Manhattan séu langflestir demókratar með neikvæða skoðun á Trump. Kviðdómurinn verður valinn í dag. Þeir sem verða kallaðir til sem hugsanlegir kviðdómendur verða meðal annars spurðir að því hvort að þeir telji sig geta verið hlutlægir og óhlutdrægir. Ein spurninganna er hvort að mögulegir kviðdómendur hafi „sterkar skoðanir eða bjargfastar hugmyndir um Trump“ og hvort að þær kunni að hafa áhrif á getu þeirra til þess að skipa kviðdóminn, að sögn AP-fréttastofunnar. Auk þagnargreiðslumálsins er Trump ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál og tilraunir sínar til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Trump hefur farið mikinn um réttarkerfið og saksóknara í málunum gegn honum á undanförnum vikum. Hann hefur ítrekað ráðist á dómarann í þagnargreiðslumálinu, dóttur hans, umdæmissaksóknarann og vitni auk þess að hafna sakarefninu þrátt fyrir að dómari hafi fyrirskipað að hann mætti ekki tjá sig um það fólk og málefni opinberlega.
Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24 Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11
Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24
Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56