Íslenski boltinn

„Annað skiptið sem full­kom­lega lög­legt mark gegn Víkingum er dæmt af“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Halldór Árnason sagði mark Breiðabliks hafa átt að standa.
Halldór Árnason sagði mark Breiðabliks hafa átt að standa. vísir/diego

Halldór Árnason var svekktur eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingi, þá sérstaklega í ljósi þess að mark var dæmt af Breiðabliki, sem hefði átt að standa að mati Halldórs. 

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel. Fyrstu tíu mínúturnar voru miklu yfirburðir af okkar hálfu. Svo dettur það niður og í kjölfarið fáum við tvö mörk á okkur á skömmum tíma. “

Blikar komu boltanum í netið á 31. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Hann skoraði svo löglegt mark á 37. mínútu. 

„Við skorum eitt mark. Svo kom annað, held ég alveg örugglega löglegt, mark. Annað skiptið sem fullkomlega löglegt mark gegn Víkingum er dæmt af, í tveimur umferðum.“

[Markið var dæmt af áður en Breiðablik skoraði löglega. Ekki að röð atvika skipti öllu, punktur Halldórs stendur engu að síður.]

Staðan í hálfleik var því 2-1 og Breiðablik lagði af stað í leit að jöfnunarmarki sem stóð á sér. Víkingur skoraði svo aftur tvö mörk með stuttu millibili og gerði útaf við leikinn. 

„Mín upplifun hérna á hliðarlínunni var að eina liðið sem gæti mögulega skorað í seinni hálfleik væru við, mér leið eins og jöfnunarmarkið væri að koma en þá kemur 3-1 og svo 4-1 í kjölfarið, sem endanlega kláraði leikinn“ sagði Halldór að lokum. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×