Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“ Kári Mímisson skrifar 21. apríl 2024 21:35 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, býst við því að geta bráðum spilað utanhúss á Akranesi. Vísir/Bjarni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“ Besta deild karla ÍA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“
Besta deild karla ÍA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira