Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“ Kári Mímisson skrifar 21. apríl 2024 21:35 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, býst við því að geta bráðum spilað utanhúss á Akranesi. Vísir/Bjarni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“ Besta deild karla ÍA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“
Besta deild karla ÍA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki