Enski boltinn

Guardiola æfur út í „algjörlega ó­á­sættan­legt“ leikjaálag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Pep Guardiola hefði reitt hár á höfði sér yfir leiktímanum, væri það til staðar.
Pep Guardiola hefði reitt hár á höfði sér yfir leiktímanum, væri það til staðar. Vísir/Getty

Pep Guardiola fagnaði 1-0 sigri Manchester City gegn Chelsea í undanúrslitum FA bikarsins. Hann gagnrýndi enska knattspyrnusambandið þó fyrir að láta liðið spila í dag. 

Leikurinn fór fram á Wembley í dag klukkan 16:15. Manchester City féll út úr Meistaradeildinni á miðvikudag eftir framlengdan leik gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum.

„Þetta er óásættanlegt. Algjörlega óásættanlegt. Coventry, [Manchester] United og Chelsea spiluðu ekki í vikunni og við spiluðum í dag. Næsti föstudagur hefði verið mun betri tími, í stað þess að setja leikinn á laugardag og gefa okkur eiginlega engan tíma í endurheimt.“

Leikjaálagið er sannarlega farið að segja til sín. Liðið var án Erling Haaland í dag. John Stones fór svo meiddur af velli í hálfleik. 

„Afhverju spilum við í dag en ekki á morgun þegar hvorki Coventry né United átti leik í vikunni. Afhverju? Afhverju fáum við ekki einn dag til að hugsa um heilsu leikmanna?“ spurði Guardiola retorískt að lokum. 

City liðið fær nú nokkra daga til endurheimtar en næsti leikur þeirra er gegn Brighton á fimmtudag, þeir heimsækja svo Nottingham Forest á sunnudag. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×