Fyrstu loftárásir Ísraela í Íran frá 1979 Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 16:40 Stórt plakat sem sett var upp í Tehran í Íran eftir árásina síðustu helgi. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Ísraelskir flugmenn skutu þremur eldflaugum að ratsjárstöð í Íran í nótt. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera loftárás af þessu tagi í Íran frá 1979. Þetta segir heimildarmaður ABC News í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann segir skotmarkið hafa verið ratsjá fyrir loftvarnarkerfi Íran sem kemur að því að verja kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz. Þar hafa Íranar auðgað úran um árabil. Heimildarmaðurinn segir vísbendingar um að árásin hafi heppnast en það hafi ekki verið sannað að fullu enn. Þá segir hann að árásinni hafi verið ætlað að senda klerkastjórninni í Íran skilaboð um að Ísraelar gætu gert árásir í Íran og að henni hefði ekki verið ætlað að stigmagna átökin milli ríkjanna. Talið er að Ísraelar hafi skotið skotflaugum sem kallast Blue Sparrow á ratsjána. Þær eru framleiddar af ísraelska hergagnafyrirtækinu Rafael en brak úr þeim fannst í Írak í morgun. Þar er talið að um sé að ræða fyrsta stig skotflauganna. So my initial gut feeling was correct, it was not UAVs. The IAF carried out a standoff attack from Syrian airspace with Sparrow, likely Blue Sparrow, air-launched ballistic missiles released from F-15Is.Booster wreckage was recovered in Iraq https://t.co/EZo1nTpXrs pic.twitter.com/5XR6Tv5iFu— John Ridge (@John_A_Ridge) April 19, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þessi árás fylgir á hæla umfangsmikilli árás Írana á Ísrael um síðustu helgi. Það var í fyrsta sinn sem Íranar gera beina árás á Ísrael og notuðu þeir rúmlega þrjú hundruð sjálfsprengidróna, stýriflaugar og skotflaugar en einungis nokkrar skotflaugar komust í gegnum varnir Ísraela og bandamanna þeirra. Sú árás var hefndaraðgerð vegna þess þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo herforingja úr QUDS-sveitum íranska byltingarvarðarins. Þær sveitir hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11 Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Þetta segir heimildarmaður ABC News í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann segir skotmarkið hafa verið ratsjá fyrir loftvarnarkerfi Íran sem kemur að því að verja kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz. Þar hafa Íranar auðgað úran um árabil. Heimildarmaðurinn segir vísbendingar um að árásin hafi heppnast en það hafi ekki verið sannað að fullu enn. Þá segir hann að árásinni hafi verið ætlað að senda klerkastjórninni í Íran skilaboð um að Ísraelar gætu gert árásir í Íran og að henni hefði ekki verið ætlað að stigmagna átökin milli ríkjanna. Talið er að Ísraelar hafi skotið skotflaugum sem kallast Blue Sparrow á ratsjána. Þær eru framleiddar af ísraelska hergagnafyrirtækinu Rafael en brak úr þeim fannst í Írak í morgun. Þar er talið að um sé að ræða fyrsta stig skotflauganna. So my initial gut feeling was correct, it was not UAVs. The IAF carried out a standoff attack from Syrian airspace with Sparrow, likely Blue Sparrow, air-launched ballistic missiles released from F-15Is.Booster wreckage was recovered in Iraq https://t.co/EZo1nTpXrs pic.twitter.com/5XR6Tv5iFu— John Ridge (@John_A_Ridge) April 19, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þessi árás fylgir á hæla umfangsmikilli árás Írana á Ísrael um síðustu helgi. Það var í fyrsta sinn sem Íranar gera beina árás á Ísrael og notuðu þeir rúmlega þrjú hundruð sjálfsprengidróna, stýriflaugar og skotflaugar en einungis nokkrar skotflaugar komust í gegnum varnir Ísraela og bandamanna þeirra. Sú árás var hefndaraðgerð vegna þess þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo herforingja úr QUDS-sveitum íranska byltingarvarðarins. Þær sveitir hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun.
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11 Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11
Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09
Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00
Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48