Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 18:28 Höfuðstöðvar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. AP/Florian Schroetter Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til. Íranar drógu úr aðgengi eftirlitsaðila með því markmiði að þrýsta á ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Erindrekar ríkjanna eiga nú í viðræðum um að Bandaríkin verði aftur aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015. IAEA segist nú ekki vita hve mikið úran Íranar hafa auðgað og í hvaða hreinleika. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Kjarnorkuvísindamenn Írans byrjuðu að auðga úran í 60 prósent hreinleika í apríl en það er nálægt því sem þarf til að framleiða kjarnorkuvopn. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranar ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu árið 2018 hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Sjá einnig: Segjast geta auðgað úran að vild Kjarnorkusamkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika, en það ku vera tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auða í 60 prósent. IAEA segist í raun ekki geta sagt til um hve mikið úran búið sé að auðga í Íran. Einungis sé hægt að áætla það. Stofnunin telur að í heild eigi Íranar um 3.241 kíló af úrani. Þar af séu 62.8 kíló auðguð í tuttugu prósent og 2,4 kíló auðguð í sextíu prósent. Eftir að lokað var á aðgengi IAEA að kjarnorkurannsóknarstöðum Írans gerði stofnunin samkomulag við ríkið um að upptökur úr öryggismyndavélum rannsóknarstöðvanna yrðu geymdar svo eftirlitsaðilar gætu farið yfir þær ef erindrekar Írans og Bandaríkjanna kæmust að samkomulagi. Náist það ekki verður myndefninu eytt. Íran Kjarnorka Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Íranar drógu úr aðgengi eftirlitsaðila með því markmiði að þrýsta á ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Erindrekar ríkjanna eiga nú í viðræðum um að Bandaríkin verði aftur aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015. IAEA segist nú ekki vita hve mikið úran Íranar hafa auðgað og í hvaða hreinleika. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Kjarnorkuvísindamenn Írans byrjuðu að auðga úran í 60 prósent hreinleika í apríl en það er nálægt því sem þarf til að framleiða kjarnorkuvopn. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranar ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu árið 2018 hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Sjá einnig: Segjast geta auðgað úran að vild Kjarnorkusamkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika, en það ku vera tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auða í 60 prósent. IAEA segist í raun ekki geta sagt til um hve mikið úran búið sé að auðga í Íran. Einungis sé hægt að áætla það. Stofnunin telur að í heild eigi Íranar um 3.241 kíló af úrani. Þar af séu 62.8 kíló auðguð í tuttugu prósent og 2,4 kíló auðguð í sextíu prósent. Eftir að lokað var á aðgengi IAEA að kjarnorkurannsóknarstöðum Írans gerði stofnunin samkomulag við ríkið um að upptökur úr öryggismyndavélum rannsóknarstöðvanna yrðu geymdar svo eftirlitsaðilar gætu farið yfir þær ef erindrekar Írans og Bandaríkjanna kæmust að samkomulagi. Náist það ekki verður myndefninu eytt.
Íran Kjarnorka Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira