Nýtt merki Þróttar komið á búninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2024 14:54 Sæunn Björnsdóttir sýnir nýja merkið í myndatöku Þróttarliðsins fyrir komandi leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að enn eigi eftir að kjósa um tillögu að nýju merki Þróttar í Reykjavík er búið að prenta það á búninga liðsins. Kvennalið félagsins hefur leik í Bestu deild kvenna á mánudagskvöld. Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó