Enski boltinn

N­evil­le orð­laus: „Var þetta gert opin­bert á sínum tíma?“

Aron Guðmundsson skrifar
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var vægast sagt undrandi á frásögn Bastian Schweinsteiger.
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var vægast sagt undrandi á frásögn Bastian Schweinsteiger. Vísir/Samsett mynd

Bastian Schwein­steiger, fyrr­verandi leik­manni Manchester Unti­ed, var meinaður að­gangur að búnings­klefa aðal­liðsins á æfingar­svæði fé­lagsins eftir að Portúgalinn José Mourin­ho tók við stjórnar­taumunum hjá fé­laginu. Schwein­steiger sagði sögu sína í við­tali hjá Gary N­evil­le, fyrr­verandi leik­manni og fyrir­liða Manchester United, sem var auð­sjáan­lega mjög hissa á þeirri sögu sem Schwein­steiger hafði að segja.

Mourin­ho hafði tekið við stjórnar­taumunum hjá Manchester United eftir tíma­bilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum

Þegar að Schwein­steiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undan­úr­slit á EM með þýska lands­liðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum.

„Ég kom inn að­eins seinna en aðrir leik­menn, sökum þess hversu langt við í þýska lands­liðinu fórum á EM, og liðið var í æfingar­ferð í Banda­ríkjunum. Fyrsta daginn í endur­komunni æfði ég með Zlatan I­bra­himo­vic. En næsta dag, á sjálfan af­mælis­daginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfinga­svæði fé­lagsins, kom John Mur­tough yfir­maður knatt­spyrnu­mála að mér og sagði: 

„Þú mátt ekki fara inn í búnings­klefann. Það eru fyrir­mæli frá þjálfaranum.“

Gary N­evil­le var auð­sjáan­lega mjög hissa þegar að Schwein­steiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar við­vörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert.

„Engin við­vörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auð­vitað var það ekki auð­velt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“

Schwein­steiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búnings­klefann til þess að sækja dótið sitt. Mur­tough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóð­verjinn átti þar.

„Ég færði mig yfir í búnings­klefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourin­ho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki á­nægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska lands­liðsins. Vann að endur­hæfingu minni í Þýska­landi undir þeirra hand­leiðslu en með sam­þykki Van Gaal.“

Schwein­steiger segist ekki hafa verið ó­sáttur hjá Manchester United líkt og Mourin­ho hélt fram.

„Ég var mjög á­nægður hjá fé­laginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tíma­bil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Traf­ford.“

Að­spurður hvernig liðs­fé­lagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schwein­steiger að ein­hverjir þeirra hefðu sent sér skila­boð og tjáð undrun sína á þessu.

„Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schwein­steiger sem spilaði að­eins þrjá leiki fyrir Manchester United um­rætt tíma­bil. Hann skipti svo yfir til Chi­cago Fire í MLS deildinni í Banda­ríkjunum og lagði skóna á hilluna í októ­ber árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×