Erlent

Sendi ösku í allt að þriggja kíló­metra hæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar mest var sendi Ruang-eldfjallið ösku í allt að þriggja kílómetra hæð.
Þegar mest var sendi Ruang-eldfjallið ösku í allt að þriggja kílómetra hæð. AP/ Hendra Ambalao

Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna.

Ruang-eldfjallið er í Norður-Sulawesi héraði Indónesíu, á afskekktri eyju. Fólki hefur verið skipað að halda sig í að minnsta kosti sex kílómetra fjarlægð en rúmlega ellefu þúsund manns búa á þessu svæði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

Vitað er til þess að minnsta kosti átta hundruð manns hfa flúið heimili sín og var flugvellinum í Manadoborg lokað í morgun vegna eldgossins.

Yfirvöld í Indónesíu hafa varað við því að eldfjallið gæti mögulega hrunið og valdið flóðbylgju. Slíkt gerðist árið 2018 þegar rúmlega fjögur hundruð manns dóu eftir að eldfjallið Anak Krakatau hrundi í sjóinn. Árið 1871 leiddi hrun úr Ruang til flóðbylgju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×