Klopp ætlar rifja upp frægu Barcelona ræðu sína í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:31 Jürgen Klopp og félagar þurfa hálfgert kraftaverk í kvöld ætli þeir að komast áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar. AP/Jon Super Liverpool er í mjög slæmri stöðu fyrir seinni leik sinn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 3-0 tap á móti Atalanta í fyrri leiknum á Anfield. Seinni leikurinn er í kvöld. Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira
Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira