Klopp ætlar rifja upp frægu Barcelona ræðu sína í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:31 Jürgen Klopp og félagar þurfa hálfgert kraftaverk í kvöld ætli þeir að komast áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar. AP/Jon Super Liverpool er í mjög slæmri stöðu fyrir seinni leik sinn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 3-0 tap á móti Atalanta í fyrri leiknum á Anfield. Seinni leikurinn er í kvöld. Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira