Klopp ætlar rifja upp frægu Barcelona ræðu sína í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:31 Jürgen Klopp og félagar þurfa hálfgert kraftaverk í kvöld ætli þeir að komast áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar. AP/Jon Super Liverpool er í mjög slæmri stöðu fyrir seinni leik sinn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 3-0 tap á móti Atalanta í fyrri leiknum á Anfield. Seinni leikurinn er í kvöld. Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira