Íslenski boltinn

Spáin segir að Valur verji titilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valskonur fagna titlinum síðasta haust.
Valskonur fagna titlinum síðasta haust. vísir/diego

Samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna Bestu deildar kvenna þá mun Valur verja Íslandsmeistaratitil sinn.

Spáin var opinberuð á kynningarfundi Bestu deildar kvenna í dag.

Samkvæmt spánni verða svo Blikar í öðru sæti en Þór/KA því þriðja. Tindastóli er svo spáð neðsta sætinu og Keflavík því næstneðsta.

Athygli vekur að ríkjandi bikarmeisturum Víkings, sem unnu meistaraleikinn í gær, er aðeins spáð sjöunda sæti.

Spá Bestu deildar kvenna:

  1.  Valur
  2. Breiðablik
  3. Þór/KA
  4. Stjarnan
  5. FH
  6. Þróttur
  7. Víkingur
  8. Fylkir
  9. Keflavík
  10. TindastóllFleiri fréttir

Sjá meira


×