Erlent

Fjórða líkið fundið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Enn eru lík tveggja verkamanna sem féllu í Patapsco-ána ófundin.
Enn eru lík tveggja verkamanna sem féllu í Patapsco-ána ófundin. AP

Lík fjórða verkamannsins sem var við störf á Francis Scott Key-brúnni þegar hún hrundi í síðasta mánuði fannst í dag. Tveggja er enn saknað eftir slyssins og eru þeir taldir af.

Yfirvöld í Baltimore staðfestu líkfundinn í dag en gáfu ekki frekari upplýsingar um viðkomandi að beiðni aðstandenda. 

Francis Scott Key-brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipi var siglt á hana þann 26. mars. Sjö bílar og átta verkamenn féllu í ána en tveimur þeirra var bjargað. Lík tveggja fundust tveimur dögum eftir slysið og lík þess þriðja viku síðar. Sem fyrr segir fannst lík hins fjórða í dag en lík tveggja eru enn ófundin. 

Alríkislögreglan og Landhelgisgæsla Bandaríkjanna hófu umfangsmikla rannsókn á slysinu í dag en meðal annars er verið að rannsaka hvort áhöfn skipsins hafi flaskað á að tilkynna galla í skipinu sem leiddi til þess að brottför þess seinkaði í túrnum afdrifaríka. 

Þá hefur Samgönguráð Bandaríkjanna rannsakað hvers vegna skipið varð skyndilega vélarvana skömmu áður en það hafnaði á brúnni. 

CNN fjallaði ítarlega um málið í kvöld en hægt er að lesa þá umfjöllun hér


Tengdar fréttir

Umfangsmikið verkefni að hreinsa til eftir slysið

Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. 

Kallaði eftir aðstoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið

Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins.

Þeir sem fóru í ána taldir látnir

Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir.

Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni

Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×