Kallaði eftir aðstoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 17:55 Skipið lenti á einum burðarstólpa brúarinnar á töluverðum hraða. AP/Matt Rourke Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins. Rannsakendur segja að brúin, sem reist var árið 1976, hafi ekki verið byggð með nútíma öryggisstaðla í huga og því hefði hún verið viðkvæmari en nýrri brýr og meiri líkur á því að hún myndi hrynja við slys sem þetta. Verið var að sigla skipinu úr höfn í Baltimore þegar það missti afl og lenti af miklum krafti á einum af burðarstólpum brúarinnar. Stór hluti hennar hrundi nánast samstundis en átta verkamenn voru á brúnni við viðgerðir. Tveimur var bjargað samdægurs, tvö lík fundust í nótt og fjögurra er enn saknað og hefur leit verið hætt í bili. Sjá einnig: Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Samkvæmt frétt Reuters fundust líkin tvö í bíl sem fannst á sjávarbotni á tæplega átta metra dýpi en aðstæður til leitar eru hættulegar fyrir kafara vegna mikils braks og þá er útlit fyrir að aðrir bílar sitji fastir undir braki úr brúnni Höfnin í Baltimore, sem er ein mest notaða höfn á austurströnd Bandaríkjanna, er lokuð og verður það líklega um nokkuð skeið. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að lokunin muni hafa umfangsmikil áhrif á vöruflutninga á heimsvísu þar sem aðrar hafnir á svæðinu geti fyllt í skarðið, ef svo má segja. Ekki liggur fyrir af hverju skipið missti afl AP fréttaveitan segir að vél skipsins hafi fengið hefðbundið viðhald við bryggju. Þá var skipið skoðað af sérfræðingum Strandgæslu Bandaríkjanna í september og leiddi sú skoðun ekkert í ljós. Brú hrynur í Baltimore Bandaríkin Tengdar fréttir Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50 Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13 Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Rannsakendur segja að brúin, sem reist var árið 1976, hafi ekki verið byggð með nútíma öryggisstaðla í huga og því hefði hún verið viðkvæmari en nýrri brýr og meiri líkur á því að hún myndi hrynja við slys sem þetta. Verið var að sigla skipinu úr höfn í Baltimore þegar það missti afl og lenti af miklum krafti á einum af burðarstólpum brúarinnar. Stór hluti hennar hrundi nánast samstundis en átta verkamenn voru á brúnni við viðgerðir. Tveimur var bjargað samdægurs, tvö lík fundust í nótt og fjögurra er enn saknað og hefur leit verið hætt í bili. Sjá einnig: Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Samkvæmt frétt Reuters fundust líkin tvö í bíl sem fannst á sjávarbotni á tæplega átta metra dýpi en aðstæður til leitar eru hættulegar fyrir kafara vegna mikils braks og þá er útlit fyrir að aðrir bílar sitji fastir undir braki úr brúnni Höfnin í Baltimore, sem er ein mest notaða höfn á austurströnd Bandaríkjanna, er lokuð og verður það líklega um nokkuð skeið. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að lokunin muni hafa umfangsmikil áhrif á vöruflutninga á heimsvísu þar sem aðrar hafnir á svæðinu geti fyllt í skarðið, ef svo má segja. Ekki liggur fyrir af hverju skipið missti afl AP fréttaveitan segir að vél skipsins hafi fengið hefðbundið viðhald við bryggju. Þá var skipið skoðað af sérfræðingum Strandgæslu Bandaríkjanna í september og leiddi sú skoðun ekkert í ljós.
Brú hrynur í Baltimore Bandaríkin Tengdar fréttir Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50 Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13 Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50
Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13
Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17