Íslenski boltinn

Arnar hefur ekki tapað fyrir Rúnari í meira en þrjú ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson og Rúnar Kristinsson mætast nú í fyrsta skiptið í Bestu deildinni síðan að Rúnar hætti með KR og tók við liði Fram.
Arnar Gunnlaugsson og Rúnar Kristinsson mætast nú í fyrsta skiptið í Bestu deildinni síðan að Rúnar hætti með KR og tók við liði Fram. Vísir/Hulda Margrét

Rúnar Kristinsson hafði gott tak á Arnari Gunnlaugssyni þegar Arnar var að byrja sem þjálfari en það hefur heldur betur snúist við undanfarin ár.

Lið þeirra Arnars og Rúnars, Víkingur og Fram, mætast í kvöld í lokaleik annarrar umferðar Bestu deildar karla. Leikurinn fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Það er hins vegar athyglisvert að skoða gengi þessara meistaraþjálfara á móti hvorum öðrum. Alls hafa þeir unnið sex stóra titla hvor í íslenska boltanum, Arnar tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla en Rúnar þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla.

1. október 2020. Það er síðasta skiptið sem Rúnar Kristinsson náði að vinna Arnar Gunnlaugsson í deild eða bikar.

Arnar hefur stýrt Víkingsliðinu í ellefu leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni.

Rúnar stýrði KR-liðinu til sigurs á móti liði Arnars í fyrst fimm leikjum þeirra í deild, bikar eða meistarakeppni.

Sá síðasti af þeim var 2-0 sigur í október 2020. Seinna mark KR í leiknum skoraði Óskar Örn Hauksson sem er núna styrktarþjálfari Víkingsliðsins.

Undanfarin þrjú tímabil hafa liðin mæst í bæði deild og bikar á hverju sumari en KR-ingar hafa aldrei fagnað sigri.

Víkingsliðið hefur unnið alla þrjár bikarleikina og náð í 16 stig á móti aðeins fjórum stigum KR-liðsins í átta deildarleikjum liðanna á sama tíma.

 • Síðustu 11 leikir liða Arnars Gunnlaugssonar og Rúnars Kristinssonar:
 • 2023 (Arnar með Víking, Rúnar með KR)
 • Deildarleikur í september: 2-2 jafntefli
 • Bikarleikur í ágúst: Víkingur vann 4-1
 • Deildarleikur í júlí: Víkingur vann 2-1
 • Deildarleikur í apríl: Víkingur vann 3ö0
 • 2022 (Arnar með Víking, Rúnar með KR)
 • Deildarleikur í október: 2-2 jafntefli
 • Deildarleikur í september: 2-2 jafntefli
 • Bikarleikur í ágúst: Víkingur vann 5-3
 • Deildarleikur í júlí: Víkingur vann 3-0
 • 2021 (Arnar með Víking, Rúnar með KR)
 • Deildarleikur í september: Víkingur vann 2-1
 • Bikarleikur í ágúst: Víkingur vann 3-1
 • Deildarleikur í júní: 1-1 jafntefliFleiri fréttir

Sjá meira


×