Innlent

Geta sent öku­mönnum skila­boð í raun­tíma á nýjum skiltum

Lovísa Arnardóttir skrifar
G. Pétur segir að forrita hafi þurft skiltin sérstaklega svo að hægt hafi verið að skrifa á þau á íslensku.
G. Pétur segir að forrita hafi þurft skiltin sérstaklega svo að hægt hafi verið að skrifa á þau á íslensku.

Vegagerðin vonast til þess að geta komið upplýsingum til ökumanna á fjallvegum með skilvirkari leiðum á nýjum skiltum. 

Tvö slík skilti hafa verið sett upp nýlega, annars vegar við hringtorgið við Selfoss og hins vegar við Biskupstungnabraut. Til stendur við koma upp fleiri að þessari tegund á næstunni. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta mikil tímamót. 

„Við erum svona að gæla við það að í framtíðinni gætum við hugsanlega hjálpað fólki sem er að fara yfir fjallvegi. Ef aðstæður eru til dæmis þannig að það er ekki skynsamlegt að aka yfir 50 getum við sett upp leiðbeinandi hraða,“ segir G. Pétur,

Starfsfólk Vegagerðarinnar geti sett inn upplýsingar á skiltin í rauntíma. Þó sé ekki hægt að setja hvað sem er. Skiltin séu stór og ljósin þurfi að þola allt veður og það eigi eftir að koma í ljós hvort þau þoli veðurfarið á Íslandi.

Næst á að setja upp slík skilti í Refasveit þar sem eru nýir vegir og þá muni fólk sjá hvort fært yfir Þverárfjall. Svo eigi líka að setja upp skilti við Reykjanesbrautina.

Hann segir að einnig sé hægt að nota skiltin ef slys eða óhapp verður á veginum. Hægt sé að setja inn bæði á íslensku og ensku en sérstaklega þurfti að forrit skiltið til að geta skrifað þar á íslensku.

G. Pétur segir skiltin nú sett upp til reynslu og það veðri metið hvernig þau þoli bæði veðurfar og snjómokstur. Ef vel fari geri hann ráð fyrir að þeim muni fjölga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×