Íslenski boltinn

Sjáðu þrennu Viktors og vítavörsluna sem bjargaði Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamenn skoruðu fyrstu mörk sín og fengu fyrstu stigin í stórsigri á HK í Kórnum. Hér fagnar Arnór Smárason marki sínu.
Skagamenn skoruðu fyrstu mörk sín og fengu fyrstu stigin í stórsigri á HK í Kórnum. Hér fagnar Arnór Smárason marki sínu. Vísir/Hulda Margrét

Viktor Jónsson skoraði fyrstu þrennu Bestu deildar karla í fótbolta í sumar í gær og Frederik Schram varð fyrstur til að verja vítaspyrnu í sumar. Nú er hægt að sjá mörkin og vítavörsluna hér inn á Vísi.

Skagamenn og Blikar nýttu sér það vel að verða manni fleiri í leikjum sínum í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta um helgina.

Blikar unnu 4-0 sigur á nýliðum Vestra á Kópavogsvelli og ÍA vann 4-0 sigur á HK í Kórnum.

Viktor Karl Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Dagur Örn Fjeldsted skoruðu þrjú fyrstu mörk Blika en fjórða markið var skráð sem sjálfsmark eftir skalla Kristófers Inga Kristinssonar.

Viktor Jónsson skoraði þrennu á móti HK eftir að Arnór Smárason hafði komið Skagamönnum í 1-0.

Klippa: Mörkin úr sigri KR á Stjörnunni

KR-ingar byrjuðu umferðina á 3-1 útisigri á Stjörnunni í Garðabænum. Ægir Jarl Jónasson, Axel Óskar Andrésson og Benoný Breki Andrésson skoruðu mörk KR í leiknum en Örvar Eggertsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna.

Valsmenn náði hins vegar bara einu stigi út úr lautarferð sinni í Árbænum þar sem markvörður liðsins Frederik Schram bjargaði sínu liði með því að verja vítaspyrnu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

FH vann 3-2 sigur á KA fyrir norðan þar sem FH liðið komst í 2-0 með mörkum Vuk Oskar Dimitrijevic og Sigurði Bjarti Hallssyni en Ásgeir Sigurgeirsson og Bjarni Aðalsteinsson jöfnuðu fyrir KA. Það var síðan Kjartan Kári Halldórsson sem skoraði sigurmarkið.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr fyrrnefndum leikjum sem og vítið sem Frederik varði.

Klippa: Mörkin úr sigri Blika á Vestra
Klippa: Mörkin úr sigri ÍA á HK
Klippa: Vítið sem Frederik Schram varðiFleiri fréttir

Sjá meira


×