Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 18:30 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir segir útlendingamálin eitt af því sem hann vill leggja áherslu á út kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30
Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00