Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 15:59 Eldur logar í húsum Palestínumanna á Vesturbakkanum í morgun. AP/Nasser Nasser Ísraelskir hermenn fundu í dag lík fjórtán ára fjárhirðis sem sagður er hafa verið myrtur en hvarf hans leiddi til mannskæðra árása landtökufólks á Palestínumenn á Vesturbakkanum. Eftir að Binyamin Achimair hvarf í gær réðust hópar ísraelskra landtökumanna á að minnsta kosti tíu þorp Palestínumanna þar sem þeir kveiktu í húsum og bílum og skutu á fólk. Einn Palestínumaður dó í árás á þorpið al-Mughayyir og 25 eru særðir. AP fréttaveitan segir tugi landtökumanna hafa ráðist aftur á þorpið í morgun þar sem þeir særðu þrjá til viðbótar og þar af einn alvarlega. Frá því að stríðið hófst á Gasaströndinni, þann 7. október hafa að minnsta kosti 460 Palestínumenn látið lífið af höndum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Flestir þeirra voru skotnir af öryggissveitum en margir voru myrtir af landtökumönnum. Sjá einnig: Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Achimair fór frá þorpi sínu snemma á föstudag til að vakta kindur á beit þar nærri. Kindurnar sneru þó einar til þorpsins nokkrum klukkustundum síðar og hófst þá leit að smalanum. Lík Achimair fannst í dag og er hann sagður hafa verið myrtur í því sem yfirvöld kalla hryðjuverki en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Snemma eftir að hann hvarf hófust árásir landtökumanna á Palestínumenn. Huge terrorist attack by Israeli settlers on Doma, south Nablus.Several residents are injured by settler gunfire pic.twitter.com/arinSPyTnY— Younis Tirawi | (@ytirawi) April 13, 2024 Börðu ljósmyndara Times of Israel hefur eftir ljósmyndara miðilsins Yedioth Ahronoth að landtökumenn hafi barið hann til óbóta eftir að hann myndaði grímuklædda landtökumenn kveikja í húsum í einu þorpanna sem ráðist var á. Ljósmyndarinn, sem heitir Shaul Golan, sagðist hafa falið sig undir borði þegar hópurinn nálgaðist hann en barn í hópnum hafi séð hann og bent á hann. Þá hafi meðlimir hópsins barið hann og brennt allan ljósmyndabúnaðinn hans. Golan segir að þeir hafi einnig leitað í vösum hans eftir minniskortum til að tryggja að hann ætti engar myndir af honum. Hann sagði marga í óreiðunum hafa verið í herbúningum og með byssur. „Það voru tuttugu eða þrjátíu menn sem börðu mig og þegar ég kallaði eftir hjálp vonaðist ég til að hermenn myndu heyra í mér. En þeir voru hermenn. Ég lá í gólfinu meðan þeir spörkuðu allir í höfuð mitt og maga,“ sagði Golan. Hann sagðist hafa verið skilinn eftir illa leikinn og afklæddur. Israeli settlers are reportedly attacking Palestinians in the West Bank towns of Beitin and Duma, close to Ramallah. The clashes come amid tensions over missing 14-year-old Benjamin Achimeir. Yesterday, amid searches for the teen, one Palestinian was killed and dozens were hurt pic.twitter.com/R3A1dbJGz1— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Eftir að Binyamin Achimair hvarf í gær réðust hópar ísraelskra landtökumanna á að minnsta kosti tíu þorp Palestínumanna þar sem þeir kveiktu í húsum og bílum og skutu á fólk. Einn Palestínumaður dó í árás á þorpið al-Mughayyir og 25 eru særðir. AP fréttaveitan segir tugi landtökumanna hafa ráðist aftur á þorpið í morgun þar sem þeir særðu þrjá til viðbótar og þar af einn alvarlega. Frá því að stríðið hófst á Gasaströndinni, þann 7. október hafa að minnsta kosti 460 Palestínumenn látið lífið af höndum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Flestir þeirra voru skotnir af öryggissveitum en margir voru myrtir af landtökumönnum. Sjá einnig: Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Achimair fór frá þorpi sínu snemma á föstudag til að vakta kindur á beit þar nærri. Kindurnar sneru þó einar til þorpsins nokkrum klukkustundum síðar og hófst þá leit að smalanum. Lík Achimair fannst í dag og er hann sagður hafa verið myrtur í því sem yfirvöld kalla hryðjuverki en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Snemma eftir að hann hvarf hófust árásir landtökumanna á Palestínumenn. Huge terrorist attack by Israeli settlers on Doma, south Nablus.Several residents are injured by settler gunfire pic.twitter.com/arinSPyTnY— Younis Tirawi | (@ytirawi) April 13, 2024 Börðu ljósmyndara Times of Israel hefur eftir ljósmyndara miðilsins Yedioth Ahronoth að landtökumenn hafi barið hann til óbóta eftir að hann myndaði grímuklædda landtökumenn kveikja í húsum í einu þorpanna sem ráðist var á. Ljósmyndarinn, sem heitir Shaul Golan, sagðist hafa falið sig undir borði þegar hópurinn nálgaðist hann en barn í hópnum hafi séð hann og bent á hann. Þá hafi meðlimir hópsins barið hann og brennt allan ljósmyndabúnaðinn hans. Golan segir að þeir hafi einnig leitað í vösum hans eftir minniskortum til að tryggja að hann ætti engar myndir af honum. Hann sagði marga í óreiðunum hafa verið í herbúningum og með byssur. „Það voru tuttugu eða þrjátíu menn sem börðu mig og þegar ég kallaði eftir hjálp vonaðist ég til að hermenn myndu heyra í mér. En þeir voru hermenn. Ég lá í gólfinu meðan þeir spörkuðu allir í höfuð mitt og maga,“ sagði Golan. Hann sagðist hafa verið skilinn eftir illa leikinn og afklæddur. Israeli settlers are reportedly attacking Palestinians in the West Bank towns of Beitin and Duma, close to Ramallah. The clashes come amid tensions over missing 14-year-old Benjamin Achimeir. Yesterday, amid searches for the teen, one Palestinian was killed and dozens were hurt pic.twitter.com/R3A1dbJGz1— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent