Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 15:59 Eldur logar í húsum Palestínumanna á Vesturbakkanum í morgun. AP/Nasser Nasser Ísraelskir hermenn fundu í dag lík fjórtán ára fjárhirðis sem sagður er hafa verið myrtur en hvarf hans leiddi til mannskæðra árása landtökufólks á Palestínumenn á Vesturbakkanum. Eftir að Binyamin Achimair hvarf í gær réðust hópar ísraelskra landtökumanna á að minnsta kosti tíu þorp Palestínumanna þar sem þeir kveiktu í húsum og bílum og skutu á fólk. Einn Palestínumaður dó í árás á þorpið al-Mughayyir og 25 eru særðir. AP fréttaveitan segir tugi landtökumanna hafa ráðist aftur á þorpið í morgun þar sem þeir særðu þrjá til viðbótar og þar af einn alvarlega. Frá því að stríðið hófst á Gasaströndinni, þann 7. október hafa að minnsta kosti 460 Palestínumenn látið lífið af höndum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Flestir þeirra voru skotnir af öryggissveitum en margir voru myrtir af landtökumönnum. Sjá einnig: Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Achimair fór frá þorpi sínu snemma á föstudag til að vakta kindur á beit þar nærri. Kindurnar sneru þó einar til þorpsins nokkrum klukkustundum síðar og hófst þá leit að smalanum. Lík Achimair fannst í dag og er hann sagður hafa verið myrtur í því sem yfirvöld kalla hryðjuverki en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Snemma eftir að hann hvarf hófust árásir landtökumanna á Palestínumenn. Huge terrorist attack by Israeli settlers on Doma, south Nablus.Several residents are injured by settler gunfire pic.twitter.com/arinSPyTnY— Younis Tirawi | (@ytirawi) April 13, 2024 Börðu ljósmyndara Times of Israel hefur eftir ljósmyndara miðilsins Yedioth Ahronoth að landtökumenn hafi barið hann til óbóta eftir að hann myndaði grímuklædda landtökumenn kveikja í húsum í einu þorpanna sem ráðist var á. Ljósmyndarinn, sem heitir Shaul Golan, sagðist hafa falið sig undir borði þegar hópurinn nálgaðist hann en barn í hópnum hafi séð hann og bent á hann. Þá hafi meðlimir hópsins barið hann og brennt allan ljósmyndabúnaðinn hans. Golan segir að þeir hafi einnig leitað í vösum hans eftir minniskortum til að tryggja að hann ætti engar myndir af honum. Hann sagði marga í óreiðunum hafa verið í herbúningum og með byssur. „Það voru tuttugu eða þrjátíu menn sem börðu mig og þegar ég kallaði eftir hjálp vonaðist ég til að hermenn myndu heyra í mér. En þeir voru hermenn. Ég lá í gólfinu meðan þeir spörkuðu allir í höfuð mitt og maga,“ sagði Golan. Hann sagðist hafa verið skilinn eftir illa leikinn og afklæddur. Israeli settlers are reportedly attacking Palestinians in the West Bank towns of Beitin and Duma, close to Ramallah. The clashes come amid tensions over missing 14-year-old Benjamin Achimeir. Yesterday, amid searches for the teen, one Palestinian was killed and dozens were hurt pic.twitter.com/R3A1dbJGz1— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Eftir að Binyamin Achimair hvarf í gær réðust hópar ísraelskra landtökumanna á að minnsta kosti tíu þorp Palestínumanna þar sem þeir kveiktu í húsum og bílum og skutu á fólk. Einn Palestínumaður dó í árás á þorpið al-Mughayyir og 25 eru særðir. AP fréttaveitan segir tugi landtökumanna hafa ráðist aftur á þorpið í morgun þar sem þeir særðu þrjá til viðbótar og þar af einn alvarlega. Frá því að stríðið hófst á Gasaströndinni, þann 7. október hafa að minnsta kosti 460 Palestínumenn látið lífið af höndum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Flestir þeirra voru skotnir af öryggissveitum en margir voru myrtir af landtökumönnum. Sjá einnig: Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Achimair fór frá þorpi sínu snemma á föstudag til að vakta kindur á beit þar nærri. Kindurnar sneru þó einar til þorpsins nokkrum klukkustundum síðar og hófst þá leit að smalanum. Lík Achimair fannst í dag og er hann sagður hafa verið myrtur í því sem yfirvöld kalla hryðjuverki en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Snemma eftir að hann hvarf hófust árásir landtökumanna á Palestínumenn. Huge terrorist attack by Israeli settlers on Doma, south Nablus.Several residents are injured by settler gunfire pic.twitter.com/arinSPyTnY— Younis Tirawi | (@ytirawi) April 13, 2024 Börðu ljósmyndara Times of Israel hefur eftir ljósmyndara miðilsins Yedioth Ahronoth að landtökumenn hafi barið hann til óbóta eftir að hann myndaði grímuklædda landtökumenn kveikja í húsum í einu þorpanna sem ráðist var á. Ljósmyndarinn, sem heitir Shaul Golan, sagðist hafa falið sig undir borði þegar hópurinn nálgaðist hann en barn í hópnum hafi séð hann og bent á hann. Þá hafi meðlimir hópsins barið hann og brennt allan ljósmyndabúnaðinn hans. Golan segir að þeir hafi einnig leitað í vösum hans eftir minniskortum til að tryggja að hann ætti engar myndir af honum. Hann sagði marga í óreiðunum hafa verið í herbúningum og með byssur. „Það voru tuttugu eða þrjátíu menn sem börðu mig og þegar ég kallaði eftir hjálp vonaðist ég til að hermenn myndu heyra í mér. En þeir voru hermenn. Ég lá í gólfinu meðan þeir spörkuðu allir í höfuð mitt og maga,“ sagði Golan. Hann sagðist hafa verið skilinn eftir illa leikinn og afklæddur. Israeli settlers are reportedly attacking Palestinians in the West Bank towns of Beitin and Duma, close to Ramallah. The clashes come amid tensions over missing 14-year-old Benjamin Achimeir. Yesterday, amid searches for the teen, one Palestinian was killed and dozens were hurt pic.twitter.com/R3A1dbJGz1— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54