Enski boltinn

Fyrrum leik­maður Liverpool var kókaínfíkill

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Murphy fagnar marki með Liverpool í leik árið 2003. Hann var leikmaður félagsins frá 1997 til 2004.
Danny Murphy fagnar marki með Liverpool í leik árið 2003. Hann var leikmaður félagsins frá 1997 til 2004. Getty/Michael Steele

Danny Murphy, fyrrum miðjumaður Liverpool, segist hafa glímt við kókaínfíkn eftir að hann hætti að spila og átti í vandræðum með að fóta sig sem fyrrum fótboltamaður.

Murphy vinnur nú sem fótboltaspekingur í sjónvarpi en hann sagði frá þessu leyndarmáli sínu í hlaðvarpi Ben Heath.

„Þegar þú hefur ekki fótboltann lengur þá verða vandamálin risastór,“ sagði Danny Murphy.

„Þegar þú ert að spila fótboltann þá færðu náttúrulega þinn skammt af adrenalíni og dópamíni sem halda þeir orkumiklum og forsjálum.

„Ég átti minn tíma í kókaíni og að reykja maríúana. Ég gat sleppt því að drekka. Ég var ekki alkóhólisti. Ég gæti setið í húsi með áfengi og sleppt því alveg að drekka,“ sagði Murphy.

Murphy spilaði ekki aðeins með Liverpool heldur einnig með Fulham, Tottenham, Charlton Athletic og Blackburn Rovers. Hann lék alls 417 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 50 mörk.

„Um tíma var ég háður kókaíni. Það kom að þeim tímapunkti þar sem ég gat ekki gert neitt án þess. Það var algjör vitleysa því auðvitað gat ég það,“ sagði Murphy.

„Þú ræður kannski við þetta til að byrja með. Byrjar kannski einu sinni í viku, tvisvar vikur og svo kannski bætist þriðji dagurinn við. Að lokum tekur þetta yfir og nær tangarhaldi á þér,“ sagði Murphy.

Murphy hætti í fótboltanum árið 2013 en leitaði sér hjálpar árið 2017.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×