Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 08:59 Drengur fær sér vatn að drekka við strætisvagnastöð á heitum sumardegi í Hyderbad á Indlandi. AP/Mahesh Kumar Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35