Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:31 Jóhann Ingi Jónsson dómari með gula spjaldið á lofti í leik Fylkis og KR. Hann lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum í leiknum og rauða spjaldið fór tvisvar á loft. Vísir/Anton Brink Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni Besta deild karla Stúkan Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira