Enski boltinn

Jesús man ekki hve­nær hann spilaði síðast án þess að finna til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gabrúel Jesús hefur verið mikið meiddur undanfarin misseri.
Gabrúel Jesús hefur verið mikið meiddur undanfarin misseri. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Gabríel Jesús, framherji enska knattspyrnufélagsins Arsenal, man ekki hvenær hann spilaði síðast leik án þess að finna fyrir einhvers konar sársauka.

Hinn 27 ára gamli Jesús fór í aðgerð á hné eftir að meiðast á HM í Katar undir loks árs 2022. Var hann í kjölfarið frá í 99 daga. Síðan þá hefur hann einnig misst úr vegna hnémeiðsla.

„Stundum finn ég til í hnénu. Ég man ekki hvenær ég spilaði síðast leik án þess að finna til. Ég reyndi að halda sterkum huga,“ sagði Jesús í aðdraganda stórleiks Arsenal og Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Það er spurning fyrir þau. Starf mitt er að leggja hart að mér og bæta mig í því sem ég get bætt. Orðrómar verða alltaf til staðar,“ sagði Jesús aðspurður um áhuga Arsenal á Ivan Toney, framherja Brentford.

Jesús spilaði lengi vel með Manchester City áður en hann gekk í raðir Arsenal sumarið 2022. Alls hefur hann spilað 61 leik fyrir Skytturnar, skorað 19 mörk og gefið 12 stoðsendingar.

Jesús hefur hins vegar verið frábær í Meistaradeildinni það sem af er leiktíð, skorað fjögur og gefið tvær stoðsendingar í sex leikjum. Framherjinn gæti því komið við sögu þegar Arsenal mætir Bayern annað kvöld.

Leikur Arsenal og Bayern hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst 18.35.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×