Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 11:27 Meira en milljón manns dvelja í frumstæðum tjaldbúðum við borgarmörk Röfu. AP/Atem Ali Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. Talsmaður ísraelska hersins staðfesti þetta í samtali við Guardian. Þessi talsmaður veitti engar frekari upplýsingar og því er óljóst hvort þessi brottflutning feli í sér að fyrirætlaðri árás Ísraelsmanna á landamæraborgina Rafa verði frestað. Í Rafa dvelja meira en milljón manns sem flúið hafa heimili sín undan átökum Ísraela og Hamasliða. Hvíta húsið styddi ekki áhlaup Hvíta húsið hafði áður gefið út að það myndi ekki styðja við bakið á Ísraelum í ætlaðri árás sinni á Rafah án þess að Ísraelar kynni hnitmiðaða ferla til að tryggja öryggi palestínskra borgara. Rafa er sögð síðasta sterka vígi Hamasliða í Gasa. Fleiri en 33 þúsund Palestínumanna hafa látið lífið í átökunum og tæplega 76 þúsund særst, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Átökin hófust 7. október með stórtæku áhlaupi Hamasliða inn í Ísrael fyrir akkúrat hálfu ári í dag. Flest hinna látnu og særðu eru konur og börn og talið er að þúsundir fleiri séu ótaldir í rústum borga Gasasvæðisins. Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna birti færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að minnast dagsins og allra þeirra sem eru eru á vergangi átakanna vegna. The war in #Gaza: 6 months of never-ending displacement. Around 1.7 million people have been forced to flee their homes.Since the onset of the war, @UNRWA facilities have been transformed to provide emergency shelter for thousands of families seeking safety with nowhere to go pic.twitter.com/fFheV488NJ— UNRWA (@UNRWA) April 7, 2024 „Um 1,7 milljón manns hefur verið neydd til að yfirgefa heimili sín. Frá upphafi stríðsins hafa aðstöður Flóttamannaaðstoðarinnar veitt þúsundum fjölskylda sem hafa í engin önnur hús að venda öryggi,“ skrifar Flóttamannaaðstoðin. Gert er ráð fyrir hungursneyð á norðanverðu Gasasvæðinu og kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna frá í síðasta mánuði að hlutfall Palestínumanna sem standa frammi fyrir „katastrófískri“ neyð hafi tvöfaldast síðan í desember. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Talsmaður ísraelska hersins staðfesti þetta í samtali við Guardian. Þessi talsmaður veitti engar frekari upplýsingar og því er óljóst hvort þessi brottflutning feli í sér að fyrirætlaðri árás Ísraelsmanna á landamæraborgina Rafa verði frestað. Í Rafa dvelja meira en milljón manns sem flúið hafa heimili sín undan átökum Ísraela og Hamasliða. Hvíta húsið styddi ekki áhlaup Hvíta húsið hafði áður gefið út að það myndi ekki styðja við bakið á Ísraelum í ætlaðri árás sinni á Rafah án þess að Ísraelar kynni hnitmiðaða ferla til að tryggja öryggi palestínskra borgara. Rafa er sögð síðasta sterka vígi Hamasliða í Gasa. Fleiri en 33 þúsund Palestínumanna hafa látið lífið í átökunum og tæplega 76 þúsund særst, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Átökin hófust 7. október með stórtæku áhlaupi Hamasliða inn í Ísrael fyrir akkúrat hálfu ári í dag. Flest hinna látnu og særðu eru konur og börn og talið er að þúsundir fleiri séu ótaldir í rústum borga Gasasvæðisins. Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna birti færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að minnast dagsins og allra þeirra sem eru eru á vergangi átakanna vegna. The war in #Gaza: 6 months of never-ending displacement. Around 1.7 million people have been forced to flee their homes.Since the onset of the war, @UNRWA facilities have been transformed to provide emergency shelter for thousands of families seeking safety with nowhere to go pic.twitter.com/fFheV488NJ— UNRWA (@UNRWA) April 7, 2024 „Um 1,7 milljón manns hefur verið neydd til að yfirgefa heimili sín. Frá upphafi stríðsins hafa aðstöður Flóttamannaaðstoðarinnar veitt þúsundum fjölskylda sem hafa í engin önnur hús að venda öryggi,“ skrifar Flóttamannaaðstoðin. Gert er ráð fyrir hungursneyð á norðanverðu Gasasvæðinu og kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna frá í síðasta mánuði að hlutfall Palestínumanna sem standa frammi fyrir „katastrófískri“ neyð hafi tvöfaldast síðan í desember.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32
Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01