„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2024 17:11 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Pavel Bednyakov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. Því væri eina mögulega markmið „skipuleggjenda“ þess að vígamenn Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) frá Tadsíkistan hefðu myrt að minnsta kosti 144 í tónleikahöllinni í Crocus nærri Moskvu í síðasta mánuði, að valda sundrung meðal rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði Pútín í ávarpi sem sjónvarpað var í Rússlandi í dag. Ráðamenn í Rússlandi og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi greitt mönnunum og hafa jafnvel bendlað Bandaríkjamenn, Breta og nú síðast Frakka við árásina. Leiðtogar þessara ríkja segja það þvælu. Forsvarsmenn ISKP hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa sömuleiðis birt myndefni sem árásarmennirnir fjórir tóku upp á meðan á árásinni stóð. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Hafa gert fjölda árása gegn Rússum Einn talsmanna ISIS ítrekaði á dögunum að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og vísaði hann meðal annars til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá hafa vígamenn Íslamska ríkisins ítrekað gert árásir í Rússlandi og gegn rússnesku fólki. Árið 2015 sprengdu vígamenn ISIS farþegaþotu frá Rússlandi yfir Sinaískaga í Egyptalandi en 224 dóu í þeirri árás. Menn sem aðhyllast ISIS hafa einnig stungið fólk í Rússlandi og skotið fólk til bana, eins og farið er yfir í frétt Meduza. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Þann 7. mars, degi eftir að bandarískir embættismenn vöruðu kollega sína í Rússlandi við því að vígamenn ISKP ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás í Rússlandi, og nefndu meðal annars tónleikahöllina í Crocus sem mögulegt skotmark, lýstu forsvarsmenn FSB (áður KGB) því yfir að árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu hefði verið stöðvað. Þeir sögðu vígamennina hafa verið fellda í skotbardaga við öryggissveitir. Sambærileg viðvörun hafði einnig borist frá klerkastjórninni í Íran. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Því væri eina mögulega markmið „skipuleggjenda“ þess að vígamenn Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) frá Tadsíkistan hefðu myrt að minnsta kosti 144 í tónleikahöllinni í Crocus nærri Moskvu í síðasta mánuði, að valda sundrung meðal rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði Pútín í ávarpi sem sjónvarpað var í Rússlandi í dag. Ráðamenn í Rússlandi og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi greitt mönnunum og hafa jafnvel bendlað Bandaríkjamenn, Breta og nú síðast Frakka við árásina. Leiðtogar þessara ríkja segja það þvælu. Forsvarsmenn ISKP hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa sömuleiðis birt myndefni sem árásarmennirnir fjórir tóku upp á meðan á árásinni stóð. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Hafa gert fjölda árása gegn Rússum Einn talsmanna ISIS ítrekaði á dögunum að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og vísaði hann meðal annars til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá hafa vígamenn Íslamska ríkisins ítrekað gert árásir í Rússlandi og gegn rússnesku fólki. Árið 2015 sprengdu vígamenn ISIS farþegaþotu frá Rússlandi yfir Sinaískaga í Egyptalandi en 224 dóu í þeirri árás. Menn sem aðhyllast ISIS hafa einnig stungið fólk í Rússlandi og skotið fólk til bana, eins og farið er yfir í frétt Meduza. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Þann 7. mars, degi eftir að bandarískir embættismenn vöruðu kollega sína í Rússlandi við því að vígamenn ISKP ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás í Rússlandi, og nefndu meðal annars tónleikahöllina í Crocus sem mögulegt skotmark, lýstu forsvarsmenn FSB (áður KGB) því yfir að árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu hefði verið stöðvað. Þeir sögðu vígamennina hafa verið fellda í skotbardaga við öryggissveitir. Sambærileg viðvörun hafði einnig borist frá klerkastjórninni í Íran.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11
Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31