Segir alla munu heita Sato árið 2531 að óbreyttu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. apríl 2024 07:02 Sato, Suzuki, Takahashi, Tanaka, Ito, Watanabe, Yamamoto og Nakamura eru algengustu eftirnöfnin í Japan. epa/Franck Robichon Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531. Yoshida birti niðurstöður sínar í gær og héldu margir að um væri að ræða snjallt aprílgabb en svo er ekki. Yoshida er prófessor í hagfræði við Tohoku-háskóla en hann segist hafa viljað freista þess að nota tölfræði til að varpa ljósi á áhrif löggjafarinnar, sem er frá 19. öld, á japanskt samfélag. „Ef allir verða Sato munum við mögulega þurfa að ávarpa hvort annað með fornafni eða tölu,“ sagði Yoshida í samtali við dagblaðið Mainichi. „Ég held ekki að það væri góður heimur að búa í.“ Sato er nú þegar algengasta eftirnafnið í Japan en 1,5 prósent þjóðarinnar ber nafnið. Samkvæmt útreikningum Yoshida munu mál þróast þannig, að óbreyttu, að helmingur þjóðarinnar mun bera nafnið árið 2446 og allir árið 2531. Samkvæmt lögum verða pör að velja hvaða eftirnafn þau hyggjast nota þegar þau ganga í hjónaband en í 95 prósent tilvika verður eftirnafn mannsins fyrir valinu. Stjórnvöld sæta hins vegar auknum þrýstingi um að breyta lögum og leyfa fólki að halda nafninu sínu. Samkvæmt könnun frá 2022 sögðust um 40 vilja deila eftirnafni jafnvel þótt þeir ættu kost á því að nota áfram sitt eigið. Ef lögunum yrði breytt en það hlutféll héldi myndu „aðeins“ 7,96 prósent þjóðarinnar bera nafnið Sato árið 2531, samkvæmt útreikningum Yoshida. Tillögur um að breyta lögunum hafa mætt andstöðu meðal íhaldsamra stjórnmálamanna, sem segja lagabreytinguna myndu grafa undan fjölskyldunni og valda ruglingi meðal barna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Japan Mannanöfn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Yoshida birti niðurstöður sínar í gær og héldu margir að um væri að ræða snjallt aprílgabb en svo er ekki. Yoshida er prófessor í hagfræði við Tohoku-háskóla en hann segist hafa viljað freista þess að nota tölfræði til að varpa ljósi á áhrif löggjafarinnar, sem er frá 19. öld, á japanskt samfélag. „Ef allir verða Sato munum við mögulega þurfa að ávarpa hvort annað með fornafni eða tölu,“ sagði Yoshida í samtali við dagblaðið Mainichi. „Ég held ekki að það væri góður heimur að búa í.“ Sato er nú þegar algengasta eftirnafnið í Japan en 1,5 prósent þjóðarinnar ber nafnið. Samkvæmt útreikningum Yoshida munu mál þróast þannig, að óbreyttu, að helmingur þjóðarinnar mun bera nafnið árið 2446 og allir árið 2531. Samkvæmt lögum verða pör að velja hvaða eftirnafn þau hyggjast nota þegar þau ganga í hjónaband en í 95 prósent tilvika verður eftirnafn mannsins fyrir valinu. Stjórnvöld sæta hins vegar auknum þrýstingi um að breyta lögum og leyfa fólki að halda nafninu sínu. Samkvæmt könnun frá 2022 sögðust um 40 vilja deila eftirnafni jafnvel þótt þeir ættu kost á því að nota áfram sitt eigið. Ef lögunum yrði breytt en það hlutféll héldi myndu „aðeins“ 7,96 prósent þjóðarinnar bera nafnið Sato árið 2531, samkvæmt útreikningum Yoshida. Tillögur um að breyta lögunum hafa mætt andstöðu meðal íhaldsamra stjórnmálamanna, sem segja lagabreytinguna myndu grafa undan fjölskyldunni og valda ruglingi meðal barna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Japan Mannanöfn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira